fimmtudagur, október 11, 2007

Haustlitir

Það var svo fallegt haustveður kringum síðustu helgi að ég stóðst ekki mátið að taka með mér myndavél eitt skiptið sem ég labbaði niður á lestarstöð og reyna að fanga eitthvað af haustlitunum á stafrænt form. Mér finnst allavega voðalega fallegt á Ådalsvej (myndirnar eru allar teknar þar), þó ég viti ekki hversu vel það skilar sér í amateur-myndatöku minni ;) En Þessar myndir hafa nú loksins ratað inn á netið, ásamt því sem ég bætti inn nokkrum myndum í heimilismynda-albúmið.

Jæja, Finnland í fyrramálið, fer að verða síðasti séns að massa þessa blogg-keppni! ;)

Pælingar

Svona sirka einu sinni á önn rennur upp sá tími að mér finnst ég nauðsynlega þurfa að pæla ótrúlega mikið í því hvernig ég eigi að raða námsmatinu mínu upp til þess að fá sem gáfulegasta niðurstöðu út úr einingunum mínum.

Þessa önnina liggur pælingin aðallega í því hvort ég eigi að reyna að fá að taka eitt námskeið í skiptinámi á næstu önn, eða bara láta mér nægja þessar 10-12 einingar sem ég er skráð í heima. Ég hef reyndar ekkert við fleiri einingar að gera, en óttast aftur á móti að það geti haft ýmsa miður skemmtilega hluti í för með sér að vera bara í 10 eða 12 einingum, öllum í fjarnámi. Má þar nefna vesen með námslán (fengi ekki nema 75% lán), vesen með húsnæði (gæti orðið bögg að fá pláss á kollegíi ef ég er ekki í námi hérlendis), vesen með bókasafnsaðgang, prent- og ljósritunaraðstöðu (allt svoleiðis hjá mér gildir til 31.janúar...) og góðan möguleika á óhóflegri leti, sinnuleysi og leiða, sem mig grunar að myndi leiða af því að sitja alla daga ein heima eða á CBS. Auk þess langar mig eiginlega bara að fá að vera aðra önn í skólanum hérna, loksins þegar ég er búin að læra á allt (tókst m.a.s. að skrá mig í prófin í dag, víhí!), skil dönskuna orðið betur og áherslurnar í náminu sömuleiðis. Það eru ýmsar skemmtilegar pælingar í gangi hér og það væri gaman að geta komist aðeins betur inn í þær, meðan maður hefur tækifæri til.

Auðvitað er líka möguleiki í stöðunni að sitja námskeið án þess að fá þau metin, en það er hætt við að það verði hálf ómarkvisst (ég er t.d. búin að skrópa í einhverja 3-4 færeyskutíma, en bara einu sinni í hinum námskeiðunum samanlagt... og það var daginn sem við vorum að flytja), auk þess sem það leysir ekkert af tæknilegu vandamálunum með húsnæði, námslán og bókasafns- og tölvuþjónustu.

Púff... stundum pæli ég allt of mikið í hlutunum held ég ;)

mánudagur, október 08, 2007

Talandi um...

...Hjalta og bloggkeppnina þá stal ég þessum lista af síðunni hans, nennti reyndar ekki þessari x-uppstillingu (tekur svo mikið pláss!), sem gerir kannski að verkum að enginn nennir að lesa gegnum listann... en það er kannski bara ágætt, þá er erfiðara fyrir ykkur að hneykslast á því hvaða lélegu myndir ég hef séð og/eða fleima mig fyrir einhver stórvirki sem ég hef misst af ;)

Myndir sem ég hef séð:
Rocky Horror Picture Show, Grease, Pirates of the Caribbean, Boondock Saints, Starsky and Hutch, The Princess Bride, Anger Management, Napoleon Dynamite, 50 First Dates, Scream, Scary Movie, Scary Movie 2, Scary Movie 3, American Pie, American Pie 2, American Wedding, Harry Potter: 1-4, The Wedding Singer, The Village, Finding Nemo, Finding Neverland, Signs, The Grinch, I Robot, Dodgeball: A True Underdog Story, A Series Of Unfortunate Events, Along Came Polly, Deep Impact, King Pin, Meet The Parents, Meet the Fockers, The Terminal, Dumb & Dumber, Final Destination 2, Harold & Kumar Go To White Castle, Chicago, Ghost Ship, Troy, Ten Things I Hate About You, Just Married, Nightmare on Elm Street, Remember the Titans, Seven, Ocean's Eleven, Independence Day, ET, Children of the Corn, Maid in Manhattan, How to Lose a Guy in 10 Days, She's All That, Sideways, Forrest Gump, X-Men, Spider-Man, Spider-Man 2, Catch Me If You Can, Freaky Friday, Reign of Fire, The Hot Chick, Old School, Lord of the Rings: 1-3, Star Wars: Episode 1-6, Air Force One, For Richer or Poorer, Transporter, Sound of Music, Parent Trap, Meet Joe Black, Nightmare Before Christmas, Sleepy Hollow, American History X, George of the Jungle, Jesus Christ Superstar, Mulan, Lion king, Lion King 2, My little pony, Legally blonde, Legally blonde 2
ALLS: 89

Myndir sem ég hef ekki séð:
The Mexican, Fight Club, Neverending Story, Blazing Saddles, Airplane, AnchorMan: The Legend of Ron Burgundy, Labyrinth, Saw, Saw II, Saw III, White Noise, White Oleander, American Pie Band Camp, American Pie The Naked Mile, Resident Evil, Resident Evil 2, Lilo & Stitch 2: Stitch h/a Glitch, Texas Chainsaw Massacre, White Chicks, Butterfly Effect, Thirteen Going on 30, Universal Soldier, Eight Crazy Nights, A Cinderella Story, The Lizzie McGuire Movie, Passport to Paris, Dumb & Dumberer, Final Destination, Final Destination 3, Halloween, The Ring 1, The Ring 2, Practical Magic, From Hell, Hellboy, Secret Window, The 46, The Day After Tomorrow, Child's Play, Seed of Chucky, Bride of Chucky, Gothica, Sixteen Candles, Coach Carter, Joy Ride, Ocean's Twelve, Identity, Lone Star, Bedazzled, Predator I, Predator II, Alien V.S Predator, Cujo, A Bronx Tale, Darkness Falls, Christine, My Boss' Daughter, Frailty, Best Bet, Calendar Girls, Mars Attacks, Event Horizon, Ever After, Big Trouble in Little China, X-Men 2, Jeepers Creepers, Jeepers Creepers 2, The Others, Cruel Intentions, Cruel Intentions 2, Swimfan, Miracle, The Notebook, K-Pax, Walk to remember, Boogeyman, Hitch, The Fifth Element, Troop Beverly Hills, Swimming with Sharks, Transporter 2, People Under the Stairs, Blue Velvet, The Birds, Empire Records, SLC Punk, The Silence of the Lambs, I Heart Huckabees, 24 Hour Party People, Blood In Blood Out, Manic, Deep Blue Sea, Canadian Bacon, How High, The Jacket, Road to perdition, Rent, Mulan 2, Lion King 3: Hakuna Matata, Pink Panther
ALLS: 100

Myndir sem ég hef séð hluta af:
Little Black Book, Lilo & Stitch, Never Been Kissed, Joe Dirt, Sky High, Thirteen
ALLS: 6

Myndir sem ég er ekki viss hvort ég hef séð…
Scream 2, Scream 3 (hef pottþétt séð aðra hvora)
The Terminator, Terminator-2, T-3 (hef séð a.m.k. eina og held ég brot úr annarri)
Bad Boys, Bad Boys 2 (hef séð a.m.k. hluta af annarri og kannski báðum, og kannski jafnvel aðra hvora í heilu lagi… bara ekki viss!)
ALLS: 7

Hangsað í tölvuveri KUA

Það er ekkert ógurlega snemmt að mæta í skólann klukkan tíu, en samt tekst mér alltaf að koma ca. fimm mínútum of seint í færeyskutímana mína. Fyrstu vikurnar kenndi ég því um að þar sem við bjuggum nánast í næstu götu við skólann hélt ég alltaf að ég væri bara svona 3 mínútur að labba, en var í rauninni svona 5-8 mínútur. Síðan við fluttum hef ég svo haldið því fram að metro ferð (+ labb til og frá lestarstöðvum) taki svona 25-30 mínútur, þegar það tekur í raun nær 35 mínútum. Uss, uss, lélegar afsakanir, ég veit.

Færeyskutímarnir eru samt svo indælir og afslappaðir, við erum ekki nema 6 nemendur - og þar af bara "hálfur" Dani (hinn helmingurinn af honum er færeyskur, en hann talar samt bara dönsku). Svo eru þar tveir Þjóðverjar, einn Tékki, einn Króati og svo ég. Kennarinn eyðir oftast meira en helmingnum af tímanum í að segja okkur furðusögur af sögu og menningarlífi Færeyja (þetta er sko svona færøsk sprog og kultur námskeið) og svo sitjum við í hring lesum við færeyska texta og æfum framburð. Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég fór að læra félagsvísindi, hefði örugglega blómstrað í einhverjum svona málvísinda/hljóðfræði/tungumála nördisma 8-)

Þar sem það stóð, aldrei þessu vant, ætur hádegismatur til boða í kantínunni ákvað ég að borða og heimsækja svo tölvuverin og sjá hvort mér tækist að finna eitthvað út úr prófaskráningunni á netinu... Það tókst (að sjálfsögðu) ekki, en hér sit ég samt enn, einum og hálfum tíma síðar og hangsa á netinu. Skamm skamm... mér væri hollara að koma mér heim að læra og þvo þvott. En ég verð nú að halda í við Hjalta í blogg-keppninni ;)

sunnudagur, október 07, 2007

Eldamennska á háu stigi

Þegar maður getur keypt hamborgarahrygg á kostakjörum er hætt við að mikilmennskubrjálæðið grípi mann og lagt sé upp í ógurlega eldamennsku. Ég er allavega að gera tilraun til að sjóða hamborgarahrygg í litla mini ofninum okkar núna, meðan Þórir er úti í búð að kaupa rauðvín og köku. Stefnan er sem sagt á að halda ógurlegt kveðjuhóf fyrir Björn, sem er að fara að stinga af og flytja til Íslands.

Annars er ég loks lögð af stað með að reyna að formatta tölvuna mína... hún er samt búin að vera í meira en klukkutíma að skrifa disk með allri tónlistinni minni, finnst þetta ekki nógu sniðugt...

Finnland eftir 5 daga, Birna og Hafdís í Danmerkurheimsókn eftir 11 daga og pabbi, mamma, Helga og Hildur í heimsókn eftir 17 daga! Lítur út fyrir að október verði viðburðaríkur mánuður ;)

föstudagur, október 05, 2007

Royal wedding

Jámm, það lýtur út fyrir að við fáum að upplifa það í vor hvernig Danir halda upp á kongeligt bryllup. Vorkenni Marie verðandi prinsessu samt smá, ekki auðvelt að vera í sífellu borin saman við kronprinsesse Mary (sem í augum Dana er því sem næst fullkomin) en það finnst dönskum fjölmiðlum einkar skemmtilegt þessa dagana. Það liggur líka svo beint við, Mary og Marie, ikke?

Annars finnst mér líka pínu spes hvað konungsfjölskyldan er afturhaldssöm í sambanda-málum. Nýja prinsessan ætlar sko að búa áfram í Sviss alveg fram á brúðkaupsdaginn, sem þykir víst alveg ágætt, því að þá sleppur konungsfjölskyldan við að redda henni íbúð í Kaupmannahöfn þangað til. Það er greinilega alls ekkert inni í myndinni að brúðhjónin verðandi fái neitt að láta of mikið reyna á fjölskyldulífið fyrr en eftir stóra daginn. Púff púff, ekki myndi ég nenna að giftast prinsi ;)

fimmtudagur, október 04, 2007

Cheap, en samt... ;)

Púff, ég tala allt of mikið um skólann... þarf að fara að finna mér eitthvað að gera sem er meira spennandi til frásagnar greinilega!

Og já, countar þetta ekki sem 2-1? ;)

Dugnaður

Eftir að hafa verið afspyrnudugleg að ýta lærdómi til hliðar fyrir ýmsum öðrum verkefnum í síðustu viku settist ég niður og las upp tæplega þriggja vikna lesefni fyrir músíketnólógíuna á þriðjudag og miðvikudag... það kom þó ekki eingöngu til af áhuga (þó að þetta sé reyndar alveg virkilega skemmtilegt! bara leti sem hefur haldið aftur af mér...) heldur þurfti ég að halda kynningu á verkefni sem ég er að fara að vinna, og var satt best að segja skíthrædd við að standa upp og blaðra fyrir framan allan bekkinn, án þess að vera þá allavega búin að lesa allt sem gæti hjálpað mér að líta ekki mjög illa út.

Kynningin gekk nú samt bara sæmilega þegar á hólminn var komið, a.m.k. held ég að fólk hafi verið að skilja mig ;) Og ég hundskaðist þá allavega til að koma mér í gang með blessað verkefnið og fékk smá leiðsögn og svona. Í dag eyddum við síðan hálfri kennslustundinni í hnattvæðingarkúrsinum í að ræða um ritgerðirnar sem við eigum að skrifa þar, svo að mér líður loksins eins og ég sé nokkrun vegin með allt á hreinu í skólanum :) That kinda feels good...

Svo byrjar skráningin í prófin í næstu viku, það verður áhugavert að finna út úr því... púff púff ;)

Annars var ég svo líka að komast að því að Birna ætlar að vera á dönskunámskeiði í Kaupmannahöfn meðan vetrarfríið er, og Hafdís ætlar að koma í heimsókn líka, sem þýðir að við munum skemmta okkur allar saman þegar ég kem frá Finnlandi :D Gleði gleði!

Og já, staðan er þá 1-1 ;)

mánudagur, október 01, 2007

Myndir!

Fyrsti mánuðurinn í Danmörku er að verða liðinn. Ég er búin að vera fjórar vikur í skólanum og að ég held farin að fatta svona næstum allt sem er í gangi. Svona kerfislega séð, meina ég, veit oft ekki hversu mikið er að fara fram hjá mér í kennslunni. Það er erfitt að vera í tímum á dönsku... stundum finnst mér ég jafnvel hafa stokkið út í aðeins of djúpa laug þar. En þá er bara að halda áfram að synda.

Við héldum allavega skemmtilegt boð á laugardaginn, Gaui kom og brasaði shawarma borgara ofan í liðið, við borðuðum köku og drukkum öl og skemmtum okkur yfir fasíska flóðhestinum Dolph og vinum hans... mjög gaman :D (Jámm, Wulffmorgenthaler þættirnir eru nýjasta æðið á heimilinu, þá má sjá í heild sinni á heimasíðu DR, ef þið höndlið alla dönskuna ;)

Ég nýtti síðan tíma minn í dag m.a. í að henda inn öllum þeim myndum sem við höfum tekið hér, þær eru nú ekkert voðalega margar, en það má allavega skoða myndaalbúmin :)

Bætt við 2.okt. kl. 19.45: Búin að laga hlekkinn á myndirnar ;)