fimmtudagur, október 04, 2007

Dugnaður

Eftir að hafa verið afspyrnudugleg að ýta lærdómi til hliðar fyrir ýmsum öðrum verkefnum í síðustu viku settist ég niður og las upp tæplega þriggja vikna lesefni fyrir músíketnólógíuna á þriðjudag og miðvikudag... það kom þó ekki eingöngu til af áhuga (þó að þetta sé reyndar alveg virkilega skemmtilegt! bara leti sem hefur haldið aftur af mér...) heldur þurfti ég að halda kynningu á verkefni sem ég er að fara að vinna, og var satt best að segja skíthrædd við að standa upp og blaðra fyrir framan allan bekkinn, án þess að vera þá allavega búin að lesa allt sem gæti hjálpað mér að líta ekki mjög illa út.

Kynningin gekk nú samt bara sæmilega þegar á hólminn var komið, a.m.k. held ég að fólk hafi verið að skilja mig ;) Og ég hundskaðist þá allavega til að koma mér í gang með blessað verkefnið og fékk smá leiðsögn og svona. Í dag eyddum við síðan hálfri kennslustundinni í hnattvæðingarkúrsinum í að ræða um ritgerðirnar sem við eigum að skrifa þar, svo að mér líður loksins eins og ég sé nokkrun vegin með allt á hreinu í skólanum :) That kinda feels good...

Svo byrjar skráningin í prófin í næstu viku, það verður áhugavert að finna út úr því... púff púff ;)

Annars var ég svo líka að komast að því að Birna ætlar að vera á dönskunámskeiði í Kaupmannahöfn meðan vetrarfríið er, og Hafdís ætlar að koma í heimsókn líka, sem þýðir að við munum skemmta okkur allar saman þegar ég kem frá Finnlandi :D Gleði gleði!

Og já, staðan er þá 1-1 ;)