mánudagur, október 31, 2005

Morguninn eftir

Helgin er liðin og vikan líka - partýið búið og ég stend ein eftir með fullt hús af blöðrum, gjafapappír í rúminu mínu og einmana sokk sem varð eftir inni í eldhúsi.

Í tilefni vonda veðursins á föstudag og ýmissra Domino's ófara sem af því leiddu sótti ég pizzasendilinn minn í vinnuna og við fórum og leigðum okkur spólur, Clerks og Mallrats. Mér fannst Clerks betri, þó að Mallrats væri fyndnari.

Á sunnudaginn fékk ég það svo staðfest, að suma daga fer einfaldlega allt úrskeiðis. Og ég er ansi hrædd um að ef Nobili kórinn hefur haft eitthvað álit á mér fyrir hafi það snarlega versnað þá fjóra tíma sem ég átti að vera á æfingu en eyddi að mestu leyti í að díla við bilaða bíla og hugsa um veik börn.

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum til að fara með mér á skauta á miðvikudaginn, á sýninguna Gestur, síðasta máltíðin næsta laugardag og á tónleika í salnum á fimmtudaginn eftir viku! Call me...

Já, svo hef ég víst verið klukkuð á ný... og þar sem mér finnst svo gaman að ljóstra upp hlutum um sjálfa mig get ég ekki sleppt því að vera með. En svo er líka nóg komið! Vinsamlegast ekki klukka mig aftur...

1. Ég eyði óratíma í furðulegustu hluti, eins og til dæmis að búa til stundatöflur, breyta blogginu mínu, skipuleggja eldhússkápana og þess háttar. Í gær ætlaði ég að læra en endaði í staðinn á að eyða 2 tímum í að "taka til" í tölvunni minni. Ég hef afar ríka þörf fyrir að sortera hluti og raða þeim upp, skipuleggja og skrifa lista. Samt er ég ekkert sérlega skipulögð manneskja og yfirleitt er allt í drasli í kringum mig.

2. Mér er illa við skó. Helst vil ég vera berfætt og er það eins oft og hægt er miðað við að búa í borg 27 gráðum frá norðurpólnum. Sandalar eru ágætis málamiðlun, líka vegna þess að það er hægt að vera berfætt í þeim. Mér finnst ógeðslegt að vera berfætt í skónum, en annars er mér meinilla við sokka líka.

3. Ég hendi flöskum, dagblöðum og mjólkurfernum. Ekki vegna þess að mér sé illa við umhverfið, heldur er ég bara ekki nógu samviskusöm til að nenna labba með það í Sorpu.

4. Ég geri hluti á síðustu stundu. Ekki stundum eða oft, heldur alltaf. Allavega næstum alltaf. Svo að ef ég mæti of seint í afmælið ykkar því að ég var að kaupa afmælisgjöfina þá þýðir það ekki að mér þyki ekki vænt um ykkur...

5. Ég er háð internetinu, msn og símanum mínum. Án þeirra hrynur allt samskiptanet mitt við umheiminn og ég stend uppi ein og vinalaus. Sorglegt, kannski, en satt, allt of satt.

föstudagur, október 28, 2005

Upprunalega komment

Hey, ég var búin að láta klukkast! en jæja, kannski næst þegar ég kemst á netið í minni eigin tölvu... Og ég fékk frí 4.nóv :D þannig að þá kemst ég í vísindaferð ;) og ég er að passa mínar ástkæru en brjáluðu systur, meðan mamma og pabbi eyða brúðkaupsafmælinu sínu (sem er reyndar í dag, 28.október) í Dublin... Annars er búið að loka netinu heima hjá mér þannig að ég get ekki notað það lengur :( msn, ég sakna þín...

miðvikudagur, október 26, 2005

Tími til kominn að segja eitthvað af viti?

Hmm... orðin einstæð tveggja barna móðir, fram yfir helgi að minnsta kosti. Sem þýðir rólega helgi með morgunsjónvarpi og reglulegum máltíðum. Held samt að börnin hafi fengið vægt sjokk þegar þau komust að því að ég er hvorki með cartoon network né disney channel. Verð samt að redda mér fríi 4.nóv, og helst þann 5. líka, fyrir þynnkuna þið skiljið ;) nei annars, er orðin leið á því að vera þunn...

sunnudagur, október 23, 2005

Þrumur og eldingar

Hmm... ég held þið séuð orðin frekar leið á bloggbrjálæði mínu ;) Svo ég mun vera stuttorð!
1. Minnið mið á að drekka ALDREI það mikið í útlöndum að ég sofi yfir mig og missi af fluginu mínu.
2. Hverjum datt í hug að láta Matt Damon og Heath Ledger leika Jacob og Wilhelm Grimm?
3. Í dag afrekaði ég það í fyrsta skipti að hringja í 112. Mæli ekki með því.

föstudagur, október 21, 2005

...og ég sem er á móti löngum færslum

Fór í Bláa lónið í gær, með vinnunni - fullt af ferðaþjónustufólki var boðið í einhvers konar kynningarferð, þannig að ég þurfti ekkert að borga :D Maria (þerna á Skjaldbreið) sagði mér reyndar á leiðinni að nemar fengju 50% afslátt, en það er nú samt fjandi dýrt, 700 kall. Fyrir utan flutningskostnað. En þetta var allavega þvílíkur lúxus, hehe, fengum kokteil meðan einhver náungi hélt ræðu og annan kokteil meðan við vorum leiðsögð um pleisið og fórum svo í lónið þar sem útbýtt var enn fleiri kokteilum (ekki laust við að sumir þarna hafi fengið fullmikið af þessum blessuðu kokteilum, allavega miðað við sönginn í rútunni á leiðinni heim...) og svo sjávarréttahlaðborð á eftir, mmm... Ég var mjög hrifin en hárið mitt var ekki sátt, það er búið að vera óvenju úfið og stíft í dag.

En núna er ég bara í vinnunni að láta mér leiðast, svo að ég hef ákveðið að herma eftir Óla og skrifa sjö sinnum sjö hluti um sjálfa mig - have fun!

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
-Flytja úr Kópavogi
-Fara með Helgu og Hildi til útlanda
-Ferðast út fyrir Evrópu
-Sætta mig við fortíðina
-Eignast barn
-Læra pólsku, færeysku og latínu
-Skipuleggja útför mína

Sjö hlutir sem ég get:
-Lesið nótur
-Sofnað í strætó
-Talað fyrir framan fólk
-Gengið í sandölum í snjó
-Týnt hlutum
-Unnið yfir hundrað tíma á viku
-Sungið þjóðsönginn

Sjö hlutir sem ég get ekki:
-Gert við biluð rafmagnstæki
-Átt hvít föt
-Klárað tölvuleiki
-Farið eftir stundaskrám
-Selt fólki hluti
-Daðrað
-Gengið á pinnahælum

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
-Augu
-Bros
-Hár
-Hæð (þ.e. að vera hávaxinn)
-Hlátur
-Knús
-Ákveðni

Sjö frægir einstaklingar sem heilla:
-Keira Knightley
-Johnny Depp
-Ewan McGregor
-Jessica Alba
-Josh Hartnett
-Viggo Mortensen
-Prince William

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
-"Hvaðahvaða"
-"You're welcome"
-"bleh..."
-"ég missti af strætó"
-"helvítis kanínur"
-"ég á ekki pening"
-"hvaða dag átti aftur að skila þessu...?"

Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:
-Róttæka bókabúðin við hliðina á Spútnik
-Þrír silfurlitaðir bílar
-Strætó
-Flaska af bláum kristal
-Heftari
-DV frá í gær
-Merki Framsóknarflokksins

Engar áhyggjur, þessi leikur gengur ekki út á að dreifa honum yfir á aðra, svo að þið sitjið ekki í súpunni. Ekki í þetta sinn ;)

fimmtudagur, október 20, 2005

Get ekki og vil ekki

Það er ekkert að ganga hjá mér að ráða niðurlögum leti minnar. Nenni bara ekki að hætta að vera löt... ekki í bili allavega.

En hvað um það, hún Cócó kitlaði mig, og þar sem ég er hræðilega kitlin verð ég núna að tjá ykkur fimm hluti sem ég get ekki eða vil ekki gera. Svo...

1. Ég vil ekki - fara til tannlæknis, þar sem mér er mjög illa við tannlækna. Eiginlega með hálfgerða fóbíu. Verð samt að fara að gera það, þar sem ég hef ekki farið í meira en þrjú ár.
2. Ég get ekki - fengið hárið mitt til að haga sér. Ég er löngu búin að komast að þeirri niðurstöðu að það er betra að kúra lengur og mæta í skólann með úfið hár, en að eyða morgninum fyrir framan spegilinn og mæta samt með úfið hár.
3. Ég get ekki - bakað marengs, hann fer alltaf í klessu og klístur, en það er allt í lagi, þar sem að mér finnst marengs oftast vondur.
4. Ég vil ekki - búa úti í buskanum, þ.e.a.s. í Kópavogi. Það er bara svo dýrt að leigja niðri í bæ! :( Hlakka til að komast einhverntíman að á stúdentagörðunum...
5. Ég get ekki - ákveðið hvaða fag ég ætla að taka með þjóðfræðinni og enn síður hvað ég ætla að gera eftir BA-próf (ef við gefum okkur það að ég nái því), og reyni almennt séð að forðast það að hugsa um lífið eftir háskólann...

Nú á ég víst að kitla fimm aðra, en þar sem ég kom mér aldrei í að klukka neinn ætla ég að gera gott betur og kitla tíu stykki : Bryndís, Kristrún, Lóa, Dísa, Anna Guðrún, Hjalti, Edda, Joke, Marta og Kristján! Verði ykkur að góðu ;)

þriðjudagur, október 18, 2005

Nýtt útlit :D

Vonda skapið mitt er liðið undir lok (takk Anna Guðrún!) og þá fannst mér ekki seinna vænna að fara að lappa aðeins upp á grey síðuna mína. Hún er nú ekki alveg fullgerð ennþá, ætla að setja inn fleiri síður og myndir og eitthvað svona en útlitið er held ég bara komið! mér finnst hún allavega koma vel út... veit að þú vildir hafa hana bleika Kristrún, en það bara passaði svo illa við drekann ;) það eina sem ég er ekki nógu hress með er profile-inn, veit ekki alveg hvað ég ætla að gera við hann, hmmhmm...

Ég er annars farin að skilja áhyggjur mömmu minnar af því að ég borði aldrei neitt. Komst að því þegar ég mætti í vinnuna klukkan fjögur að það eina sem ég var búin að borða í dag var eitt glas af ávaxtasafa (lesist: drekka, borðaði ekki glasið) og ég vaknaði klukkan sex... Fór samt heim til foreldranna í gær að sníkja mat og hitti einmitt á ákafa ræðu mömmu um leikskóla - það er víst þannig á flestum leikskólum Kópavogs að börnin fá bara að vera þar 4 daga í viku, 1/5 sendur heim á hverjum degi sem sagt, vegna starfsmannaskorts. Skyndilega greip Hildur fram í (með fullan munninn) : Það verður bara að borga leikskólafólkinu meiri laun, þá mundi það alveg vilja koma í vinnuna! Jahá... kannski maður ætti bara að senda hana á þing.

mánudagur, október 17, 2005

æj :(

Ég er í vondu skapi... það er einhvern veginn allt í klessu hjá mér akkúrat núna. Á ekki einhver smá hressleika og bjartsýni til að lána mér?

sunnudagur, október 16, 2005

Nú hefur haustblærinn hulið þín spor...

...ég hvarf af réttri braut.
Þannig maður missir
þá sem maður elskar,
án þess að þeir vissu það þá -
þeir eru allt sem maður á.

föstudagur, október 14, 2005

Hvað er að mér?

Ég get sofið endalaust þessa daga! Alveg sama hvað ég fer snemma að sofa eða hversu lítið ég geri af viti á daginn, þá get ég samt ómögulega rifið mig á fætur... þetta, ásamt almennri óstundvísi, hefur orðið þess valdandi að ég er sífellt að missa af strætó og mæti seint í allt sem ég ætla mér að gera, ef ég mæti þá yfir höfuð. Stundaskráin mín er í rúst.

En... djamm í kvöld og djamm á morgun :D who can ask for more?

miðvikudagur, október 12, 2005

og já...

Var að bæta inn tveimur bloggurum ;) Oj hvað ég er samt orðin leið á þessu ómögulega bloggi mínu! verð að fara að breyta því... næsta helgi, pottþétt!! (í þynnkunni eftir vísindaferðina ;) vííí)

Jæjajæjajæja!! ég skal blogga...

Dísa réði gátuna, húrrahúrra, hún fær verðlaun einhvern tíman fyrir jól ;) Annars er ég eiginlega búin að ákveða að skrá mig í latínu eftir áramót, til að læra þetta nú einu sinni almennilega! úr því að mér finnst þetta nú svona skemmtilegt, hehe... annars er Marta alltaf að hræða mig á GaduGadu (ég er komin með GaduGadu - húrra :D) hún er víst í einhverri hræðilegri latínu í skólanum sínum...

Vísindaferð á föstudag!! og Fólk með Sirrý í kvöld, úffpúff...

sunnudagur, október 09, 2005

Behold!

Ég þarf að kaupa mér fleiri herðatré
EÐA
ef eitthvert ykkar langar að gefa mér jólagjöf þá set ég herðatré hér með á óskalistann. Ekki seinna vænna að fara að pæla í því, það eru bara 70 dagar þar til ég fer í jólafrí (73 ef ég verð mjög óheppin með prófdaga, það kemur í ljós á morgun!)

Og í tilefni af því hef ég þetta að segja :

Quomodo conciperem, quae virum non cognovi?
Qualiter infringerem, quae firma mente vovi?
'Spiritus sancti gratia perficiet haec omnia;
ne timaes, sed gaudeas, secura, quod castimonia
manebit in te pura Dei potentia.'

Ég er svo farin að ganga með gleraugun mín í vinnunni til að losna við langvarandi höfuðverk. Tólf tímar fyrir framan tölvuskjáinn ekki alveg að gera sig, hmmhmmhmm...

þriðjudagur, október 04, 2005

Um samhengisleysi hlutanna

Það má alltaf treysta því ef ég blogga tvo daga í röð, þá er ég að vinna. Veit ekki hversvegna, þar sem mér finnst ég nú vera ágætlega dugleg í vinnunni minni.

Hefturum er illa við mig. Orgelkennurum líka. Að minnsta kosti tók orgelkennarinn minn síðasta vetur sér 3ja mánaða veikindaleyfi yfir miðjan veturinn og nýji orgelkennarinn minn er farin til Tékklands um óákveðinn tíma þar sem pabbi hennar er veikur. Æjæjæj...

Það er gaman að fylgjast með börnum í strætó. Um daginn sat ég fyrir aftan lítinn strák og afa hans, sem voru eitthvað að spjalla saman, þegar sá litli snýr sér allt í einu við, horfir beint á mig og segir : Pabbi minn er sko með svört augu! Nokkrum dögum síðar var stór hópur af sirka tíu ára krökkum aftast í strætó og töluðu auðvitað hvert upp í annað eins og alltaf, en það eina sem ég heyrði greinilega var að einn strákurinn sagði aftur og aftur : þessi stelpa var í Toscu, þessi stelpa var í Toscu. Svo ég endaði á því að eyða allri ferðinni heim í að velta því fyrir mér hvort það væri einhver nýr barnatími eða tölvuleikur sem héti Tosca, eða hvort strákurinn hefði í alvöru séð óperuna.

Annars er ég svo búin að ná að afreka það að horfa þrisvar á Pirates of the Carribean á þrem dögum. Ég verð að fara að skila þessum DVD disk...

mánudagur, október 03, 2005

Fire is the devil's only friend

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé lögmál að það er alltaf eitthvað sem virkar ekki á hótelum. Sem er ekki gott, þar sem ég er afskaplega mikið á móti hlutum sem virka ekki. Sprungnar perur, leiðinlegar innstungur og hurðir sem lokast ekki geta komið mér í virkilega vont skap.

Annars var sagt við mig í gær að ég væri með álfaeyru, og að ég væri í rauninni voðalega "álfaleg" yfir höfuð. Veit ekki alveg hvort ég á að taka því vel eða illa... Namarië.

laugardagur, október 01, 2005

Under construction

æj, þetta blogg mitt er leiðinlegt! ég er ekki nógu flinkur tölvugúrú til að mér takist að láta það líta út eins og ég vil hafa það! þess vegna er það bara asnalegt í bili...