fimmtudagur, mars 30, 2006

Lykt af heyi er góð

Ég afrekaði það í dag að læra að leggja inn á kreditkortið mitt. Ég hef aftur á móti enn ekki afrekað að gera skattaskýrsluna. Aaaa.... hjálp :(

Ef ég eignast einhvern tíman rauða meri þá held ég að ég verði að nefna hana Ósk. Mér finnst einhvernveginn alltaf að Urður heiti Ósk, bara af því að hún lítur svipað út... Veit samt ekki af hverju ég er að segja ykkur þetta, þar sem ekkert ykkar hefur komið nálægt hestunum okkar ;) nema Bryndís reyndar...

miðvikudagur, mars 29, 2006

Scattered thoughts

Úff, ég á ennþá eftir að gera skattaskýrsluna mína :/ líf mitt er eitthvað frekar furðulegt og yfirhlaðið þessa dagana...

Annars eru einhverjar brjálaðar upptökur í gangi hérna úti á Klapparstíg, tölvugaurinn heldur að það sé verið að skjóta Mýrina... áhugavert.

Á morgun fer ég svo líklegast og kaupi fartölvu handa henni móður minni, einhverjar hugmyndir um hvar og hvernig tölvu? Má ekki kosta meira en 100þús og þarf bara að duga í svona basic hluti... ;)

sunnudagur, mars 26, 2006

Segið mér eitt...

Af hverju eru sunnudagar alltaf miklu lengur að líða en laugardagar... allavega er það þannig hjá mér í vinnunni!

Hvað segiði annars um það að ég segi upp vinnunni minni næsta haust og gerist aumingi og námsmaður og lifi á lánum? Skrái mig í alltof margar einingar sem ég mun pottþétt samt ekkert eyða meiri tíma í að sinna og leyfi félagsstarfinu að gleypa mig svona einu sinni? Eða á ég kannski bara að fara í lögfræði?

Þetta er erfitt val.

Ég fékk annars mjög sorglegar fréttir í morgun :'( svo ég kvóti Kristrúnu - life is so unfair...

Ég er að hugsa um að skipa ykkur að kommenta í enda hverrar færslu, það virðist allavega virka ;)

fimmtudagur, mars 23, 2006

Slæðingur on fire!

Ójá, það er nóg að gera hjá ritstjórunum miklu núna! Greinar og loforð fyrir greinum streyma inn og einhvernveginn þarf víst líka að borga fyrir herlegheitin... Ég reyndar, með mitt ofnæmi fyrir peningum, eftirlæt strákunum að mestu auglýsingasöfnunina ;)

Kommentið, fólk sem ég þekki! Mér líður eins og ég sé Lísa ein í Undralandi...

þriðjudagur, mars 21, 2006

Murr...

Mér er illa við banka. Alla banka. Í raun er mér mjög illa við peninga yfirleitt. Og allt sem tengist þeim. Fólk er svo mikil fífl þegar kemur að peningum. Mig langar að nota peningana mína til að lifa lífinu, ekki eyða lífinu í það að eignast peninga. Murr...

Þetta var sem sagt speki dagsins.

Annars er það helst í fréttum að litli bróðir minn er farinn að blogga. Unglingablogg eru skondin fyrirbæri. Og raunar blogg yfirleitt. Við erum öll skondin.

Ef ekki væri fyrir óbærilegan léttleika tilverunnar gætum við hætt að gera okkur lífið svona erfitt og farið að hugsa um það sem skiptir máli. Sem er í rauninni ekki neitt. En það er víst einmitt það sem er svo óbærilegt...

Speki dagsins á sér engin takmörk. Þetta kemur að því að sofa of mikið og læra of lítið. Heilinn fer í hringi af ofhleðslu og lítilli notkun. Murr...

mánudagur, mars 13, 2006

What??

Urrrrrrr... ég varð heldur betur pirruð þegar ég vaknaði í morgun! Haldiði ekki að ég hafi komist að því (jams, ég er greinilega ekki að fylgjast of vel með) að Íslandsbanki er búinn að sameinast einhverjum undirfyrirtækjum sínum og bara gjörsamlega hættur að heita Íslandsbanki. Nú heitir þetta sameinaða fyrirtæki víst Glitnir (var það ekki eitthvað svona bíla-eitthvað?), næst verður það áreiðanlega Glitnir GROUP og ég verð orðin aðili að einhverju illu stórfyrirtæki sem þrælkar kambódísk börn eða eitthvað álíka yndislegt. Pirrrrrr.....

Annars er ég eiginlega á því að ég þurfi að fara að hanga minna á msn. Mig er farið að dreyma í msn samtölum. Reyndar dreymir mig þvílíkt mikið og mikla steypu þessa dagana, að ég vakna alltaf dauðþreytt... Eitthvað mikið á gangi í undirmeðvitundinni greinilega.

laugardagur, mars 11, 2006

Nammidagur :D

Og það snjóaði í nótt...

Það erfiðasta við að vera í þjóðfræði er að ákveða hvað maður vill ekki gera. Það er svo margt sem mig langar að gera, en er alveg frekar ósamrýmanlegt ef maður gerir ráð fyrir að þurfa að sérhæfa sig á einhverju sviði. Eitt af því sem mig langar ekkert svakalega að gera samt er að lesa fleiri bækur í Efnismenningu. Pleh...

Annars er ég óumræðilega glöð þessa stundina :D bara svo að þið haldið ekki að ég sé alltaf í einhverju þunglyndi hérna ;)

þriðjudagur, mars 07, 2006

Lélegt skipulag í fortíð, nútíð og framtíð

Ég eyddi morgninum mínum í að klára ferilskrána sem ég byrjaði á í Vinnulaginu í fyrra. Hún er samt ekki alveg tilbúin. Það er erfitt að koma flókinni fortíð sinni í skipulegt horf sem passar á helst ekki meira en tvö A4 blöð.

Geri samt ekki ráð fyrir að þurfa á henni að halda alveg á næstunni. Ætla að reyna að halda í núverandi vinnuna mína allavega þangað til í haust og helst lengur og þangað til ég er búin að finna út úr því hvernig ég fer að því að ljúka miðstigsprófinu á píanó get ég víst ekki sótt um í Tónskóla Þjóðkirkjunnar svo að ég held bara áfram að velja mér námskeið fyrir næsta ár.

Það væri annars nokkuð sterkur leikur að fara einhverntíman að læra heima...

fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún á afmælí dag...

Próftafla vorsins er komin - próf 29.apríl, 8.maí og 15.maí. Gæti ekki mögulega dreifst meira, pæling hvort það er gott eða vont...

Annars er ég líka að reyna að finna mér hentug námskeið fyrir næsta ár... enn sem komið er líst mér best á þetta:

(haustönn)
Latína I - 05.27.01
Biblían og litúrgísk latína - 05.27.24
Hugtök og miðlun sögu - 05.60.13
Hátíðir, leikir og skemmtanir - 10.10.47

(vorönn)
Latína II - 05.27.08
Söfnun þjóðfræða - 10.10.65

Vantar svo náttúrulega meira á vorönnina, þarf nú kannski ekki að ákveða það alveg strax ;) Inngangur að samberandi tónlistarfræði virðist ekki hafa komist í gegn :/ og það er boðið upp á alveg fáránlega fá námskeið í latínu, miðað við netið allavega :( en haustönnin allavega lítur bara vel út held ég, allt saman góð og nauðsynleg námskeið fyrir verðandi vitleysinga ;)

Jams, þið afsakið þennan væntanlega leiðinlega póst, er eitthvað að einhverfast í vinnunni eins og venjulega... Annars er ég að fara í sumarbústað á morgun :D vona bara að veikindin sem ég vaknaði með í morgun komi ekki með!

Fyrstu afmælisbörn marsmánaðar: Halla, sem varð tvítug 1.mars og ÉG ;) sem varð 21.árs í morgun...

miðvikudagur, mars 01, 2006

Þjóðfræðingar

VARÚÐ! svona líta þeir út:


Og svo efast einhver um að það sé gaman í tímum hjá mér... ;)