laugardagur, apríl 29, 2006

Prófdagar...

Ég þarf aldrei framar að læra Efnismenningu :D:D húrrahúrra! Ég er aftur á móti búin að overdósa all svakalega á orkudrykkjum, verð að cutta aðeins á það fyrir næsta próf held ég...

Ég er annars á leiðinni til Orlando á næsta ári ;) ætla með systur mínar í Disney land... Jæja, best að kíkja á þetta Sing star sem þær eru með inni í herbergi...

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Leiðindapóstur

Úff, ég stefni á afspyrnulága einkunn í efnismenningu hugsa ég... gleði mín yfir að vera laus við ritgerðirnar entist allavega ekki lengi :/

Merkilegt hvað fólk getur komið manni í vont skap. Ég er allavega í verulega vondu skapi núna ;( *skæl*

mánudagur, apríl 24, 2006

Frjáls! :D

Bílnum mínum er illa við hraðahindranir. Hann vælir ámátlega í hvert sinn sem við ökum yfir eina slíka. Greyið.

Ég er búin með ritgerðirnar mínar :D gleðigleði... nú get ég farið að lesa undir próf, ó hvað það verður indælt :p þá þarf ég allavega ekki að hugsa eins mikið, er með harðsperrur í heilanum eftir síðustu daga! :s

Ég fór til læknis í dag. Hann skammaði mig fyrir mataræði mitt, þó hann væri reyndar ánægður með að ég drykki lítið gos. Veit svo sem að matarvenjur mínar eru ekki kannski til fyrirmyndar (þó það standi nú reyndar til bóta) en ég pirrast samt alltaf út í svona fólk sem er að skipta sér af mér ;( auk þess spurði hann mig endalaust margra heimskulegra spurninga, urr...

It's not always about making the right choice. Sometimes you've got to make the choice rigth. - Amen to that!

laugardagur, apríl 22, 2006

Hausverkur, æjæjæj

Oh, ég ætla að vera svo dugleg í sumar - dugleg að borða hollan mat, vakna snemma, ganga á fjöll, vera úti og fá smá lit í kinnarnar, hjóla, koma mér í form, gera rannsókn, rækta sumarblóm, skrifa næsta Slæðing, láta mér detta í hug eitthvað sniðugt fyrir Þjóðbrók að gera næsta vetur og mála heima hjá mér...

Betra væri kannski að dugnaðurinn hæfist núna, svo ég hundskist nú til að skila þessari síðustu ritgerð af mér - og geti kannski, ólíkt hinni, prófarkarlesið hana áður en ég skila!

Sumarið mitt verður annars eitthvað skondið framan af, hótelið sem ég á að vinna á opnar skyndilega ekki fyrr en 1.júlí! svo að ég fæ að vinna afleysingar þangað til, spurning hvernig það kemur út.

Jæja, ég held það sé bara stór quiznos í kvöld og nóóóg af magic... laugardagskvöld í ritgerðarskrifum í Odda kallar ekki á neitt minna!

föstudagur, apríl 21, 2006

Mig langar í sund

Ég nenni ekki að hafa vor... af hverju getur ekki bara komið sumar strax á eftir vetrinum?

En jæja, það er ýmislegt í gangi hér... ég púla myrkranna á milli við að skrifa ritgerðir, hmm... eða ég púla allavega soldið við það, kláraði barnaogunglinga ritgerðina áðan, rétt náði að henda henni inn á skrifstofu áður en ég rauk í vinnunna... vonandi er hún ekki mjög full af stafsetningarvillum og skipulagsleysi! :p Þá eru það bara norrænu goði, þau eru öllu skipulagðari og klárast vonandi um helgina :D Og þá get ég farið að læra undir próf... jeij... ég er annars búin að uppgötva nýtt svona bros - :'D... það kemur ýmislegt nytsamlegt af því að skoða grunnskólablogg, ekki satt? Ekki það að ég muni hafa mikla þörf fyrir það að gráta af gleði á næstunni...

En já, svo er ég líka búin að eignast bíl! svo ég get farið að eyða aleigunni í bensín ;) reyndar á ég hann ekki alveg ein, Kristján á hann með mér...

Awww... wake me up when June begins, er það ekki bara málið?

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Komin aftur á klakann

Já, ég er snúin aftur eftir dásamlega daga í Kraká, ferðasaga er í smíðum - ég lofa ;)

Það var samt ýmislegt indælt við að koma heim, ég fékk Slæðing í hendurnar (:D) knús frá kærastanum og mat hjá mömmu :p já, Ísland er ekki sem verst.

Þá er það bara alvara lífsins! tvær ritgerðir fyrir þarnæstu helgi... úffúff... og próf. Ég sem er ekki einu sinni búin að fá einkunn úr síðasta prófi, hmm...

Er annars ekki einhver þarna úti sem langar ekkert frekar en að eyða laugardeginum fyrir páska í lærdóm með mér? ;)

sunnudagur, apríl 02, 2006

allt á fuuuuullu!

Allar greinarnar komnar inn í Slæðing, nú bíðum við bara örfárra smávægilegra en þó nauðsynlegra upplýsinga, prófarka frá tveimur lesurum og auglýsinga! vonandi verður allt komið inn um hádegi á morgun... því þá sting ég af frá öllu saman!!

Flugrútu, tveim flugferðum og einni nótt á Stansted síðar verð ég komin til Póllands :D þar mun ég dansa, ganga á fjöll, borða kebab, skoða söfn, drekka redds og njóta þess að vera í fríi í 8 daga :D þar til lokatörn annarinnar hefst...

Eins gott að ég muni eftir að pakka, kaupa gjaldeyri, tæma ísskápinn, loka gluggunum og allt þetta sem maður þarf að gera áður en maður fer í frí! ...og pakka tannburstanum...