mánudagur, apríl 30, 2007

Pleh

Ég virðist vera eina manneskjan sem ég þekki og er ekki að fara í próf næstu þrjá dagana. Ég sem ætlaði að reyna að hitta fólk og eiga mér líf í kvöld, svona til tilbreytingar frá síðustu dögum. En maður á eitthvað ógurlega fáa vini á þessum árstíma :(
pleh... ég fer þá bara að sofa.

föstudagur, apríl 27, 2007

Hér með auglýsist...

...eftir fólki sem vill djamma með mér 30.apríl. Er búin að vera að vinna og læra og aðallega vinna eins og sækó síðustu dagana og mun halda því áfram fram yfir helgi svo mér veitir ekki af að hrista smá upp í því. Eruð þið ekki farin að sakna mín?

Einnig auglýsist eftir einhverjum sem vilja eiga skrifborð (ólökkuð fura, með yfirhillu fyrir tölvuskjá og skúffu fyrir lyklaborð) og sjónvarpsskáp (hvítt, plasthúðað með glerhurðum).

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Allt að verða vitlaust?

Það eru meiri fréttirnar sem maður fær að heiman. Var ekki laust við að ég fengi smá í magann þar sem ég sat í sakleysi mínu inni á bókasafni að læra og fékk sms um að Austurstrætið væri að brenna til kaldra kola. Pravda má reyndar brenna í helvíti fyrir mér, löngu kominn tími á að senda þann stað til andskotans, en verra með húsið :( Maður gerir sér samt eiginlega ekki grein fyrir eyðileggingunni fyrr en maður kemur heim og sér þetta með eigin augum. Úff púff.

Það er annars allt gott að frétta úr Danmörkinni, Kaupmannahöfn er ágæt og eiginlega langar mig ekkert heim! En maður verður víst að mæta í vinnu og eitthvað svoleiðis rugl... verð bara að láta mig hlakka til næsta veturs :)

mánudagur, apríl 09, 2007

Ekki viss um að hugurinn drífi hálfa leið

Það er erfitt að koma sér í dugnaðar gír aftur eftir svona mikið chill frí eins og páskarnir voru hjá mér. Finn samt að þetta er alveg komið nóg af leti og mig langar að fara að gera eitthvað af viti aftur. Bara erfitt að koma sér af stað.

Til málamynda fyllti ég út einn svona klikkaðan blogg-lista sem ég hafði ekki séð áður. Ef þið skilduð vilja vita fleiri tilgangslitla hluti um mig...

1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndir þú vilja að það væri?
- Tæpt að ég myndi vakna sama hver það væri, sérstaklega þar sem ég á ekki dyrabjöllu. En... það mætti alveg vera einhver að skipa mér að hundskast á fætur og pakka því að það ætti að bjóða mér í ferðalag og flugvélin legði af stað eftir 5 tíma ;)

2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ..?
- Ég reddi einhverju vaktaklúðri og vinni eins og sækó næstu þrjárvikurnar. Það er allavega eina tilfellið sem mér hefur verið boðin launahækkun.

3. Þú í hnotskurn?
- Kemst ekki fyrir innan í svoleiðis, þó ég sé lítil.

4. Hefur þú séð draug?
- Nei. Held ég sé voða fegin að vera laus við alla yfirskilvitlega hæfileika.

5. Ánægð/ur með líkama þinn?
- Ánægð með ýmislegt og minna ánægð með annað. Væri alveg til í að hafa þolið og magavöðvana sem ég hafði þegar ég var sextán en annars er ég búin að sættast það vel við flest að ég myndi ekki vilja breyta því.

6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef...
- ...mér dettur ekkert í hug! Gæti samt alveg flutt þangað ef það værieitthvað issue, en meðan ég hef enga góða ástæðu til þess er best að vera ekkert að búa þær til.

7. Staður sem þú hefur búið á og saknar:
- Birkihlíðin eins og hún var þegar ég var 7-8 ára.

8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað:
- Vændi. Og örugglega fleira.

9. Hljómsveit sem þér fannst "cool" þegar þú varst 13:
- Ó mæ... þarf ég að koma upp um það? Ég var ógurleg gelgja og hlustaði á einhverja agalega gelgjutónlist. Minnist þess samt ekki að ég hafi verið hrifin af neinni ákveðinni hljómsveit fram yfir aðra...

10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja?
- Hringja? Ef eitthvað VIRKILEGA slæmt kæmi fyrir myndi ég sjálfsagt vekja Þóri eða mömmu, en held það þyrfti að vera eitthvað verra en martröð.

11. Langar þig að eignast börn fyrir þrítugt?
- Já. Ég er ekki frá því. spurning um að byrja á BARNI frekar en BÖRNUM samt og sjá where it goes from there.

12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum:
- Hugsa að það sé of stutt síðan ég var í framhaldsskóla, man of mikið eftir þeim árum ennþá. Spyrjið mig eftir 30 ár ;)

13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar?
- Nei, sem betur fer!

14. Hvoru foreldra þinna líkist þú meira, móðir eða föður?
- Pabba í útliti en mömmu hvað varðar skapgerð og framkomu.

15. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera:
- Alltaf er langur tími. Einu sinni langaði mig ógurlega mikið til að læra að blístra og renna mér á hjólaskautum. Núna langar mig að læra á munnhörpu og trommur.

16. Ennþá vinur fyrrverandi maka?
- Jámm.

17. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár:
- Hvar skiptir ekki svo miklu máli. Frekar með hverjum og að gera hvað... En jafnvel á þeim forsendum hef ég litla hugmynd um það, plana ekki svona langt fram í tímann!

18. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári:
- Maður er alltaf að læra eitthvað um sjálfan sig. Bara meðan ég var að svara þessum lista hef ég komist að því að ég svara voðalega oft spurningu með annarri spurningu eða breyti gefnum forsendum í eitthvað sem hentar mér betur og svara svo.

19. Hvað langar þig í afmælisgjöf?
- Er svo nýlega búin að eiga afmæli að ég er ekki farin að hugsa til næsta afmælis (alveg óþarfi að panika yfir 23 ára aldrinum alveg strax!!). En mig langar alveg í ýmislegt, t.d. rafmagnspíanó, saumavél, buxur, slatta af bókum og geisladiskum, fótbolta, nýja strigaskó...

20. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag?
- Fór í búð, tók strætó og var á msn þegar ég ætti að vera samviskusöm að vinna.

21. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig?
- Nesti fyrir daginn.

22. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspegilnum í bílnum?
- Á ekki bíl. Í gamla bílnum mínum var einhvers konar laufblað úr plasi og gúmmíi.

23. Hvað fékkstu þér í morgunmat?
- Croissant og orkudrykk.

24. Hver í kringum þig er með flest húðflúr:
- Jahh... Jóhanna sjálfsagt, eða Cilia. Veit ekki um marga sem ég þekki sem eru með fleiri en eitt.

25. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring?
- Svona... 6-7 oftast en allt að helmingi meira þegar ég er í fríi.

26. Hefur þú einhvern tímann verið bundinn?
- Spurning hvernig maður á að túlka þessa spurningu?! En er maður ekki alltaf bundinn einhverjum fjölskyldu- og vinaböndum, plús allar skyldurnar sem maður þykist hafa gagnvart skóla, vinnu og svoleiðis hlutum.

27. Hvað hefðir þú frekar viljað vera gera þessa stundina?
- Bendir það að ég skuli vera að svara 45 spurninga lista um sjálfa mig ekki til þess að mér detti ekkert skárra í hug að gera?

28. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni?
- Anna.

29. Hvenær varstu síðast vitni af slagsmálum?
- Eina sem ég man mjög sterklega eftir í augnablikinu var þegar einhver gaur braut bjórglas á hausnum á öðrum gaur á Gauknum... en það eru örugglega komin 1,5-2 ár síðan. Finnst einhvern veginn að ég hljóti að hafa verið viðstödd slagsmál síðan þá.

30. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast?
- Tuborg Grön.

31. Finnst þér gott að láta toga í hárið þitt?
- Ehm... finnst einhverjum það?

32. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til:
- Krít, Japan og Perú.

33. Ertu góð/ur á skautum?
- Ekki góð. Ekkert agalega léleg samt heldur.

34. Hvað finnst þér um BRAD PITT?
- Eiginlega agalega fátt. Hef voða litla skoðun á honum. Kannski að það fari honum illa að vera með skegg...?

35. Hvaða litur er á tánöglunum þínum?
- Bara þessi venjulegi náttúrulegi. Ekki hrifin af naglalakki, hvað þá á tánöglum.

36. Við hvern talaðir þú síðast við í síma?
- Þóri.

37. Átt þú eitthvað með hauskúpu á?
- Hmm... Ekki sem ég man eftir allavega.

38. Hefur þú ferðast mikið innanlands?
- Nei, sjálfsagt frekar lítið. Nema alltaf á sömu staðina, þar sem fjölskyldan heldur til.

39. Síðasta mynd sem þú sást?
- Restin af HAM, lifandi dauðir. Búin að vera að horfa á hana í skömmtum síðan á fimmtudag.

40. Hvar varst þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn?
- Á einhvers konar kaffihúsi/diskóteki í Englandi.

41. Síðasta spil sem þú spilaðir?
- Munchkin. Fannst það ótrúlega skemmtilegt, og vann meira að segja öllum að óvörum :D

42. Hefur þú fengið glóðarauga?
- Já, allavega tvisvar sem ég man eftir, bæði skiptin í fótbolta.

43. Á hvaða videoleigu ferð þú helst á?
- Æj, ég hef ekki hugmynd. Bónusvideó Ánanaustum sjálfsagt, eða Bónusvideó á Nýbýlaveginum.

44. Hefur þú gengið í sokkabuxum?
- Kemst maður upp með annað ef maður vill ganga í pilsi á Íslandi?

45. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi?
- Nei, ég þekki bara gott og löghlýðið fólk ;)

Þar hafið þið það. Ef einhver vill véfengja svörin eða bara láta mig vita hvað var agalega gaman að lesa þetta er góðfúslega bent á kommentakerfið.