laugardagur, febrúar 17, 2007

Now available in pink!

Hárlitunaræði mitt á sér engin takmörk. Ég var ógurlega töff á háskólakynningu í dag með fjólubleikt hárið. Átti að vera alveg bleikt en gekk ekki alveg nógu vel að lita það þannig... varð að bakka það upp með fjólubláu. Tek það með trompi næst og verð alvöru bleik a la Solla stirða við eitthvað gott tækifæri :D

Það er gaman að vera ég í þessari viku :) Á mánudaginn verður sóprana fundur þar sem við Gulla ætlum að elda eitthvað snilldarlegt ofan í liðið - á fimmtudaginn kemur Þórir :D - og á laugardaginn er árshátíð kórsins! Ééég hlakka svo til...

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Nokkuð sem ég hefði átt að auglýsa miklu fyrr

Á morgun klukkan hálfeitt verða tónleikar í Hátíðarsal Háskólans, þar sem Háskólakórinn mun syngja átta verk eftir ung tónskáld. Allir að mæta ;)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Háskólapólitík og önnur heimska

Gerðist pólitískt þenkjandi í gær og fór á kosningavöku Háskólalistans. Tölur bárust ekki fyrr en um miðja nótt þegar lögreglan var búin að henda okkur út af Stúdentakjallaranum og voru lesnar upp á bílastæðinu framan við Gamla garð. Sá mér svo ekki fært annað en að sýna samstöðu og mæta í eftirpartý (sem partýhaldari kaus að kalla erfidrykkju Háskólalistans) og hjálpa fólki við að drekkja sorgum sínum. Var sem sagt ekki komin heim fyrr en fjögur. En það er svo sem í lagi þar sem ég ætla að vera arfaleiðinleg og nota restina af helginni í að læra. Þið hin sem ætlið að vera hressari um helgina megið hugsa fallega til mín ;)

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Víhí

Ég er á leiðinni til Danmerkur 7.mars :D

mánudagur, febrúar 05, 2007

Svona til áréttingar

Held það sé kominn tími á að ég skrifi eitthvað jákvætt og uppbyggilegt svo að fólk hætti að halda að ég sé í einhverju þunglyndi.

Skemmtilegur hlutur númer eitt: Ég lét verða af því að downloada skype (*hvísl* allir að adda mér!) og notaði kvöldið í tilefni af því í þriggja tíma samræður við kærastann í Danmörku. You've gotta love technology :)

Skemmtilegur hlutur númer tvö: Á föstudaginn var þorrablót þjóðfræðinema... mikið fjör þó að það hafi reyndar eitthvað klikkað að dansa vikivakann. Notaði kvöldið í brjálaðar samræður við hina ýmsu aðila í staðinn, þar sem sagnfræði, Færeyjar, blóðskömm og framhjáhöld voru meðal umræðuefna. Þjóðfræðinemar eru snillingar.

Skemmtilegur hlutur númer þrjú: Í gær var svo fjólublátt þemapartý hjá háskólakórnum, og þar sem ég tek svoleiðis hluti að sjálfsögðu alltaf alvarlega mætti ég þangað fjólublá frá toppi til táar. Komið á msn ef þið viljið sjá mynd :D Kórfólk er að sjálfsögðu líka snillingar.

Þannig að lífið er s.s. nokkuð gott þrátt fyrir að inn á milli komi slæmir dagar ;)