mánudagur, desember 19, 2005

12 down... 11 to go

Síðasta prófið á morgun... ó, hvað ég skal verða ánægð þegar því er lokið :D jólapróf eru fremur leitt fyrirbæri... þegar mann langar miklu frekar að eyða tíma sínum í að undirbúa jólin en að lesa einhverjar gáfulegar fræðigreinar! Ekki það að ég er búin að gera slatta af hvoru fyrir sig og ýmsu öðru svo sem líka. Þess vegna hef ég ekki vitundarsamviskubit yfir því að hafa ekki bloggað, það hefur bara einfaldlega ekki verið efst á "to-do" listanum mínum síðustu daga. Ég ákvað líka að loka bara jóladagatalinu mínu í bili... þar sem að þið skrifuðuð bara einhver leiðindakomment á það jólasveinarnir ykkar! En jólaskapið lifir eftir sem áður og pæling að mæta bara með jólasveinahúfu í Öskju á morgun til að hressa upp á þjóðsagnafræðina ;) Wolcum, innocentes everyone... wolcum, twelfthe day both infere....

mánudagur, desember 05, 2005

Fimm dagar í próf... Shit!

Stefni að því að vanrækja annars skemmtilegt athæfi mitt í vinnunni (þ.e. tala við fólk á msn og spila leiki af leikur1.is) til að lesa greinar eftir Alan Dundes, Jón Hnefil og Jakob Grimm. Sounds like fun, eh?

ps. vil samt koma því á framfæri að ég er oftast mjög dugleg í vinnunni minni ;)

sunnudagur, desember 04, 2005

Af hinum ýmsu áhyggjum námsmannsins

I'm screwed... allir að hætta og ég læt hafa mig út í að vinna og vinna þegar ég ætti að vera að læra :( Eins gott að launaseðillinn minn komi vel út um næstu mánaðamót!

Ætla annars bara að benda ykkur á jóladagatalið mitt, og halda svo áfram að hlusta á jólaútvarp tónlist.is :)

laugardagur, desember 03, 2005

Hóhóhó... drekinn er snúinn aftur!

Það er allt að gerast hjá mér þessa dagana, en ég ætla ekki að segja ykkur neitt af því. Í staðinn ætla ég að deila með ykkur hjartnæmu samtali sem ég átti við bróður minn yfir matarborðinu á föstudaginn... :

Þórir: pizza með gulum baunum, iss, veit ekki hverjum datt það eiginlega í hug!
Sigrún: mér finnast nú gular baunir á pizzu mun gáfulegri hugmynd en ólífur...
Þórir: nei, ólívur eru náttúrulega klassík, ég meina, hvað væri Extra án ólífa?
Sigrún (grípur fram í): æt?
Þórir: þú veist, Extra mínus ólívur er bara svona grá og leiðinleg eitthvað, það er ekki fyrr en ólífurnar eru komnar á sem að hún verður flott!
Sigrún: já, reyndar, eina gagnið sem hægt er að hafa af ólífum er svona upp á lúkkið, mér hefur t.d. alltaf fundist Chicken Deluxe mjög flott pizza þó að ég gæti ekki hugsað mér að borða hana.
Þórir: Chicken Deluxe flott, ertu að grínast?
Sigrún: nei, ég meina, hún er svo litrík eitthvað: appelsínugult, grænt, svart og hvítt, kemur mjög vel út!
Þórir: annars heitir hún ekkert Chicken Deluxe lengur, heldur Chicken Special, skil ekki hvað þeir voru að hringla með það.
Sigrún: það er held ég af því að fólk var alltaf að rugla henni saman við Domino's Deluxe, heimska meiklæn lið...
Þórir: annars þyrftu þeir nú að fá einhvern í vinnu við að finna frumlegri nöfn á þessar pizzur sínar, ég meina, hvað varð um svona klassísk nöfn eins og Hawaiian og Bahamas?
Sigrún: pæling... þeir komu nú með Californian núna...
Þórir: já... Hvað er annars málið með Bahamas? Hvernig í ósköpunum tengja þeir mismunandi tegundir af svínakjöti við einhverjar eyjur í karabískahafinu?
Sigrún: ætli það hafi ekki bara verið þannig að þeir tóku Hawaiian, sem er náttúrulega eldgamalt nafn á pizzu, breyttu henni aðeins og breyttu þá bara nafninu líka aðeins, fundu sér bara aðra sólstrandaeyju og...

Tek það fram að samtalið var mun lengra - so my advice to you: Ef þið vinnið eða hafið einhvern tíman unnið á Domino's, þá aldrei borða pizzur með systkini ykkar sem vinnur líka, eða hefur unnið, á Domino's! ALDREI ;)