föstudagur, október 05, 2007

Royal wedding

Jámm, það lýtur út fyrir að við fáum að upplifa það í vor hvernig Danir halda upp á kongeligt bryllup. Vorkenni Marie verðandi prinsessu samt smá, ekki auðvelt að vera í sífellu borin saman við kronprinsesse Mary (sem í augum Dana er því sem næst fullkomin) en það finnst dönskum fjölmiðlum einkar skemmtilegt þessa dagana. Það liggur líka svo beint við, Mary og Marie, ikke?

Annars finnst mér líka pínu spes hvað konungsfjölskyldan er afturhaldssöm í sambanda-málum. Nýja prinsessan ætlar sko að búa áfram í Sviss alveg fram á brúðkaupsdaginn, sem þykir víst alveg ágætt, því að þá sleppur konungsfjölskyldan við að redda henni íbúð í Kaupmannahöfn þangað til. Það er greinilega alls ekkert inni í myndinni að brúðhjónin verðandi fái neitt að láta of mikið reyna á fjölskyldulífið fyrr en eftir stóra daginn. Púff púff, ekki myndi ég nenna að giftast prinsi ;)