mánudagur, júní 30, 2008

Blogg smogg

Þegar manni eru farnar að berast nafnlausar hótanir í kommentakerfinu þorir maður víst ekki annað en að henda inn eins og einni bloggfærslu. Annars eru bloggheimar voða dauðir í augnablikinu, eins og verða vill á sumrin, svo ég hef ekkert voðalegt samviskubit yfir að vera jafn ódugleg og aðrir ;)

Það er bæði mikið og lítið búið að gerast hér í lífi voru síðustu mánuði; fór náttúrulega til Póllands (og Parísar og Berlínar þar á undan) en það er orðið svo langt síðan að það er sjálfsagt búið að segja allt sem sagt verður um þá ferð á netinu nú þegar. Eftir heimkomuna úr þeirri ferð er það bara búin að vera vinna, hangs, djamm og meiri vinna - einmitt fyrsti heili frídagurinn minn í 10 daga nú í dag. Ég er búin að enduruppgötva hæfileika minn til að djamma á kvöldin og mæta í vinnuna daginn eftir - nokkuð sem var orðið ansi háþróað sumarið 2005 - en mér hefur nú tekist að þróa áfram og sneiða hjá þynnkuuppköstum í vinnunni og lækka myglu- og þreytustig til muna. Svona er maður alltaf að eldast og þroskast... En djömm síðustu vikna hafa innihaldið staffadjamm, 17.júní, June-teenth (eitthvað dæmi sem við héldum upp á með skólafélögum Þóris frá Texas), Flogging Molly tónleika og meira staffadjamm...

Allavega, life is good, þó að sólin skíni stundum minna en ég gæti hugsað mér hér í Kaupmannahöfn er ég almennt séð að digga sumarið, sumarvinnuna og Danmörku. Lifið heil!