mánudagur, október 01, 2007

Myndir!

Fyrsti mánuðurinn í Danmörku er að verða liðinn. Ég er búin að vera fjórar vikur í skólanum og að ég held farin að fatta svona næstum allt sem er í gangi. Svona kerfislega séð, meina ég, veit oft ekki hversu mikið er að fara fram hjá mér í kennslunni. Það er erfitt að vera í tímum á dönsku... stundum finnst mér ég jafnvel hafa stokkið út í aðeins of djúpa laug þar. En þá er bara að halda áfram að synda.

Við héldum allavega skemmtilegt boð á laugardaginn, Gaui kom og brasaði shawarma borgara ofan í liðið, við borðuðum köku og drukkum öl og skemmtum okkur yfir fasíska flóðhestinum Dolph og vinum hans... mjög gaman :D (Jámm, Wulffmorgenthaler þættirnir eru nýjasta æðið á heimilinu, þá má sjá í heild sinni á heimasíðu DR, ef þið höndlið alla dönskuna ;)

Ég nýtti síðan tíma minn í dag m.a. í að henda inn öllum þeim myndum sem við höfum tekið hér, þær eru nú ekkert voðalega margar, en það má allavega skoða myndaalbúmin :)

Bætt við 2.okt. kl. 19.45: Búin að laga hlekkinn á myndirnar ;)