mánudagur, júlí 31, 2006

We're not blind, we are kokos!

Vá, skyndilega er ég bara að fara til Svíþjóðar í ÞESSARI VIKU... hvert fór sumarið eiginlega? Ég er búin að panta sól og 25 stiga hita, má ekki minna úr því að maður missir af fyrstu verslunarmannahelginni í mörg ár með almennilegu veðri. Reyndar er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem ég þekki engan sem er að fara á þjóðhátíð! bara allir að vinna eða í bænum - eða í útlöndum, sem er nú náttúrulega lang mest fjör ;)

Er annars núna enn og aftur að vinna næturvaktir, pirrpirr... hugga mig við að eiga þó allavega helgarfrí, enda var helgin frábær :D fór í bæinn með Dísu á föstudagskvöldið og endaði á einhverjum mjög dularfullum bar sem ég vissi ekki einu sinni að væri til, en í góðum félagsskap lætur maður nú hafa sig út í ýmislegt... ;) á laugardaginn var svo brunað að Flúðum í kveðjupartí Hjalta þar sem ég kynntist níu mjög hressum youth workerum frá fimm löndum, drakk tékkneskan kanilvodka, átti langt trúnaðarsamtal á þýsku og margt fleira skemmtilegt :D Á sunnudaginn lét ég svo múta mér til að fara með sjálfboðaliðahópnum í sight seeing um Gullfoss og Geysi (ágætis lækning við þynnkunni!) og Hjalti splæsti pylsum með öllu á okkur á Selfossi... hvort sem þið trúið því eða ekki þá var þetta í alvöru í fyrsta sinn sem ég borða "eina með öllu", set venjulega aldrei remúlaði á pylsur... en jæja ;) fór svo í bíó um kvöldið, sem reyndist þó vera þrautin þyngri, fórum í heil þrjú bíóhús áður en við fundum eitthvað sem við gátum hugsað okkur að sjá...! þetta kallast líklega einbeitt viðleitni :)

Megið alveg láta mig vita hvort ég er bara að tala við sjálfa mig hérna, starting to feel a little lonely in here... :o

þriðjudagur, júlí 25, 2006

næturvaktir aftur... foj

Jæja, þá heyriði frá mér á ný... er einfaldlega búin að vera of bissí við að plana útlönd, (þykjast) vera dugleg að læra, vinna, rífast yfir vinnutímunum mínum (eða skorti á þeim), hitta fólk (sérstaklega Mörtu sem er nú farin til Kraká á ný), drekka í miðri viku og safna mýbitum til þess að nenna að skrifa neitt.

En nú hef ég sem sagt bætt úr því!

Lifi annars svo miklu lúxus lífi þessa dagana að ég er búin að láta bjóða mér út að borða tvö kvöld í röð, í gær fór ég á Silfrið (nýjan veitingastað á Hótel Borg) með stelpunum úr vinnunni þar sem við fengum complimentary máltíð og drykki - mjög flottur staður ef þið viljið fara fínt út að borða get ég sagt ykkur og þjónustan var frábær! skil ekki alveg hvernig grey þjónninn höndlaði okkur en hann gerði það með miklum stæl... þá er ég allavega búin að auglýsa smá, sem er auðvitað tilgangurinn með þessum kynningarferðum er það ekki ;) Í kvöld fór ég svo með familíunni á Ruby Tuesday og kom mér í raun á óvart hvað það var nice staður, hef reyndar alveg heyrt góða hluti um hann en aldrei farið sjálf. Engin kynningarræða um hann enda þurftum við sjálf að borga fyrir matinn þar! ;) en jæja, nú er ég hætt, engin súper blogg færsla veit ég en heldur þó allavega smá lífi í síðunni, ekki eruð þið lífleg í kommentunum allavega! en kannski ekki nema von þegar ég skrifa svona tóma steypu...

laugardagur, júlí 15, 2006

It's a rainy day but I'm not down

Þetta blogg er farið að líta soldið út eins og ég hafi ekkert gert annað í sumar en að vera full og skandalast. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa neitt um það þó að ég hafi djammað í alla nótt, þið gætuð farið að missa ykkar góða álit á mér ;)

Í dag er ég aftur á móti sannarlega búin að vera dugleg. Ég er búin að reikna það út að ég þarf að lesa eitthvað um 770 síður af gáfulegum bókum og bókarköflum áður en ég fer til Gotlands. Like that's ever gonna happen... ég get allavega horft á bækurnar. Og ein þeirra er bara nótur svo að það er víst spurning hvernig fer með "lestur" á henni. Síðan var víst einhver að tala um eitthvað veggjakrotsdæmi, hmm... sumaráfangar eru alltaf yndi.

Gæti kannski verið gott næsta skref að gera eitthvað annað við þessar blaðsíður en telja þær...?

fimmtudagur, júlí 13, 2006

enginn titill

Við og við hellist yfir mig einhver óútskýrð löngun til að snúa lífi mínu til einhvers gáfulegs vegar. Það gerðist til að mynda í fyrradag og í gær vaknaði ég snemma, tók mat með mér í vinnuna, fór í apótek og keypti fullt af gáfulegum vítamínum, ræddi við yfirmanninn um vinnutímana mína (sem virðast samt ekki vera að skýrast nein ósköp), hugleiddi fjárhagsstöðu mína og þvoði þvott.

Endaði daginn svo staupandi pólskan vodka í Hafnarfirði og er núna þunn og mygluð í vinnunni, morgunmaturinn kók og verkatöflur. Alltaf gaman þegar plön manns ganga eftir ;)

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Marta er komin til Íslands :D

Jah, ég er ekki alveg að standa mig í blogginu þessa dagana. Verð bara að vona að ég sé duglegri á öðrum sviðum. Ég er allavega að reyna... ;) og svo, þökk sé Óla, er loksins komið net heim til mín :D svo að ég get farið að blogga á fleiri stöðum en í vinnunni... ;)

Ég veit annars ekki alveg hvað er að gerast með mig... Ég áleit alltaf að helsti styrkleiki minn í vinnunni væri sá að ég væri með á nótunum varðandi gestina og stæði mig best í þjónustu-hluta starfsins, en allt í sambandi við bóklegu hliðina lægi verr fyrir mér, bókanir og reikningar og gáfuleg email... Síðustu daga er ég aftur á móti sífellt að standa mig að því að klúðra einhverjum gesta málum, senda fólk í vitlaus herbergi, muna ekki stundinni lengur hver var að spyrja um hvað, gleyma að bóka ferðir sem ég var búin að lofa að bóka og eitthvað svona - meðan ég er alveg að brillera í bókunar- og bókhaldsmálum! Ég held því fram að þetta sé Skjaldbreið sem sé að fara svona með mig, þar er sem sagt skrifstofa hótelanna og þar gerast allir gáfulegir "bak-við-tjöldin" hlutir... svo að skipulagsmálin soga úr mér allan kraft og ég geri heimskuleg mistök í frontinu í staðinn. Eða kannski er ég bara minni "people-person" en ég hélt og er best geymd inni á skrifstofu...?

Annars VERÐ ég bara að senda hamingjuóskir til Þóris bróður míns (sem les nú reyndar ekki þetta blogg svo að kannski er ég bara frekar að monta mig af honum!) - en hann komst í dag inn í Kvikmyndaskóla Íslands (sem er víst allt annað en auðvelt) og mun því eyða næstu 3-6 árum í að læra að verða kvikmyndagerðarmaður :D nú er bara að auglýsa eftir leikurum í væntanleg verkefni hans, eru ekki allir til?!

föstudagur, júlí 07, 2006

dugnaður og djamm

Lendið þið stundum í því að það eru svo margir hlutir sem þið eigið að vera að gera að þið skríðið bara undir sæng og breiðið upp fyrir haus til að þurfa ekki að ákveða á hverju þið eigið að byrja? Það er búið að vera svoldið svoleiðis hjá mér síðustu daga... Eftir hálfan dag undir sæng ákvað ég samt að hætta þessum aumingjaskap og fara að gera eitthvað af viti. Og það gengur nú bara ágætlega, allavega er stofuborðið mitt núna undirlagt af bókum með titla á borð við “Anthology of medeaval music”, “An Introduction to Gregorian chant” og “History of church music: from gregorian chant to black gospel”, ég er búin að flokka 53 veggjakrotsdæmi og taka eitt viðtal, hanna snið að miðaldakuflum, lesa tvær gáfulegar greinar og ráðskast í stjórnarstörfum... Mér líður nánast eins og skólinn sé byrjaður aftur – og það er bara góð tilfinning :D hehe...

Og þá er komið að næsta atriði á to-do-listanum, sem er að blogga um síðustu helgi! Betra seint en aldrei og hún á allavega sannarlega skilið eins og eina bloggfærslu ;) Hvernig getur helgi sem inniheldur sýningu á flestum flottustu hestum landsins, æsispennandi úrslit, nóg af áfengi, bjartar sumarnætur, allt of lítinn svefn, ball með Pöpunum, trúnaðarsamtöl með furðulegasta fólki (og um furðulegustu málefni!) og indæla útihátíðarstemningu – mögulega verið annað en frábær :D Ég skemmti mér allavega konunglega. Frænka mín spurði mig þegar ég var að pakka niður af hverju ég hefði verið að hafa fyrir því að tjalda þar sem ég hefði ekkert sofið í tjaldinu alla helgina! Það var nú reyndar ekki satt hjá henni, ég lagði mig þar alveg einn daginn, svona einhvern tíman kringum hádegið ;) en þeim litla hluta helgarinnar sem ég varði í svefn var eytt á furðulegum stöðum... afrekaði samt ekki að drepast í hauggám eins og strákurinn sem við gengum fram á eina nóttina :/ hann var í frekar “djúpum skít” greyið... tókst samt að týna öllum smokkunum sem Ingunn gaf mér, hún sem var hörð á því að ég ætti að hösla :p en það kom nú kannski ekki að sök, djammið var gott samt sem áður ;D

Hvað er annars málið með fólk að fara til Spánar... mig langar líka til sólarlanda, eins gott að það verði sól í Svíþjóð! ;)

ps. ég geri mér grein fyrir því að ofnotkun mín á brosköllum er alveg að fara út fyrir alla skynsemi, þetta er bara svo voðalega broskallalegt sumar hjá mér eitthvað :D