föstudagur, september 29, 2006

Síðbúin uppreisn

Ég veit ekki hvað það er, en af einhverjum ástæðum er ég alltaf að lenda í rifrildi við foreldra mína þessa dagana. Mér líður eins og uppreisnargjörnum táningi, ég sem var svo góður unglingur, kannski er ég bara svona sein að taka þetta út...? Ekki það að mig langi að rífast, ég þoli ekki rifrildi :/ ég er bara skyndilega ósammála þeim um svo ógurlega margt, og af því að ég er eins og ég er þá get ég ekki þagað. Kannski ég ætti bara að læra það, svona loksins (*hóst* dream on...) svo ég geti bara brosað blítt og haldið skoðunum mínum fyrir mig.

ps. tvö blogg á dag marga daga í röð... mig hlýtur að vera farið að vanta eitthvað að gera!

Styttir upp á ný

Það þýðir ekki að velta sér upp úr tómri sorg og sút, enda nennir greinilega enginn að kommenta á slíkt... Eftir aðra heimsókn dýralæknisins lítur líka allt saman betur út með Víðar, svo fremi sem ekki komi sýking í sárið eða saumarnir rifni upp á allt að jafna sig á svona 3 vikum. Og ég fæ þvottavélaviðgerðarmann í heimsókn á mánudag, svo það er engin ástæða til að væla meir.

Nú eru líka báðar óléttu vinkonur mínar, Silja og Telma, hættar að vera óléttar og orðnar mömmur! Silja eignaðist stelpu 21.september og Telma eignaðist stelpu í dag, 29.september. Er þeim báðum (og pöbbunum auðvitað líka!) óskað innilega til hamingju :D

Og svo er ég eftir svona 4 klukkutíma að leggja af stað í kórbúðir með Háskólakórnum, jibbí jeij :) og þá mega öll vandamál eiga sig fram yfir helgi bara ;)

miðvikudagur, september 27, 2006

*grát*

Suma daga gengur allt á afturfótunum :'( Frændi minn var að hringja í mig rétt í þessu og segja mér af því að Víðar (hesturinn minn) hafi slasað sig í morgun. Hann skar sig víst allan á einhverri járnplötu svo að það þurfti að sauma og setja í gifs, og svo verður hann á húsi og fær fúkkalyf næstu 10 dagana líklega. Vonandi nær hann sér að fullu, en svona fótameiðsl eru alltaf hættuleg :( Svo það er bara að bíða og vona fram í nóvember, má ekkert nota hann fyrr en þá. Grát grát :'(

Kominn tími til að slá aðeins á maníuna

Þvottavélin mín ákvað að flippa í dag og framleiða einhverja torkennilega brunalykt. Þarf að hringja á verkstæði á morgun :( sem betur fer er hún enn í ábyrgð, en samt mórall... :/

Síðan er faxtækið hér í vinnunni líka eitthvað að brjálast, það hringir og hringir (með þessari hvellu hátíðnihringingu sem einkennir faxtæki) en faxið kemst ekki í gegn. Eyrun mín eru ekki sátt.

Mér líkar einstaklega illa við bilaða hluti. Sérstaklega ef þeir eru tonn að þyngd og ég þarf að fá lánaðan bíl til að drösla þeim á verkstæði í Kópavoginum :/

þriðjudagur, september 26, 2006

Sól, bara sól

Ég er búin að vera hlæjandi í skólanum í allan dag. Það er greinilega mikið fjör hjá okkur...! Og svo er líka svo gott veður :)

sunnudagur, september 24, 2006

áfram heldur efinn uppi skæruhernaði

Morgunmatur dagsins: Svart te og ristað brauð með osti og sultu.

Af einhverjum ástæðum leiddi matseðillinn til þess að mér varð mjög sterklega hugsað til enskunámskeiðs í Margate á Englandi sumarið 1999. Þar lærði ég að borða franskbrauð með sultu, segja "McDonalds" með frönskum hreim, dansa við Livin' la Vida Loca, spila pool, mæma Britney Spears, læra í almenningsgörðum og fá stráka til að kaupa handa mér ís. Það eina sem ég minnist þess að hafa lært í ensku aftur á móti er röð lýsingarorða, og hana man ég varla lengur.

Vinnuhelgar eru lengi að líða....

laugardagur, september 23, 2006

Kakkalakkafaraldurshætta

Nýyrðasmíð Fréttablaðsins alveg að gera sig. Að minnsta kosti greip þetta athygli mína. Ég vissi ekki einu sinni að kakkalakkar lifðu á Íslandi.

föstudagur, september 22, 2006

Ég elska líf mitt þessa dagana :D

...varð bara að deila því með ykkur ;)

miðvikudagur, september 20, 2006

Traríræ

Hleðslutækið að símanum mínum er enn týnt. Alvarlega farin að hugsa um að kaupa nýtt. Þá verð ég samt búin að eyða næstum jafn miklum pening í ný hleðslutæki og síminn sjálfur kostaði í upphafi (afleiðing þess að hafa einu sinni átt kanínur) sem er soldið súrrealískt. Kannski maður fái sér bara nýjan síma...

Búin að skila krotverkefninu, á eftir áætlun að sjálfsögðu, en það virtist nú samt ekki vera svo mikið mál... Yndislega líbó þessir kennarar í þjóðfræðinni :D Nú bíð ég bara með hjartslátt eftir því að fá það til baka, er svo spennt að sjá hvernig tókst til! (jams, ég veit ég er nörd en þegar maður er búinn að leggja svona mikla vinnu í eitthvað þá langar mann óneitanlega að sjá hvort það var eitthvað vit í því sem maður var að gera...) Þá getur maður kannski farið að sofa á nóttunni í stað þess að læra fram á morgun í Odda, sem mér finnst nú reyndar alltaf indælt, alltaf notalegt að sjá að maður er ekki eina sækó manneskjan á svæðinu ;)

Mig langar samt alveg ógurlega að djamma um helgina, er boðið í partí bæði föstudag og laugardag en þarf víst að fara snemma heim og mæta í vinnu daginn eftir... nema maður láti skynsemina bara lönd og leið og gleymi því að maður sé orðinn of gamall til að mæta þunnur í vinnuna, sjáum til...

sunnudagur, september 17, 2006

How do you do that again?

Agalega er ég eitthvað duglaus bloggari þessa dagana.

Allavega. Ég er byrjuð í kórnum (víhí) og búin að fara í eitt kórpartí (meira víhí) sem var nú bara fjandi skemmtilegt... annars er ég að mestu leyti bara búin að vera að vinna í þessu rannsóknarverkefni sem ég átti að skila á föstudaginn (úps) sem er líka alveg skemmtilegt, en hefði verið skemmtilegra ef ég hefði hundskast til að byrja á því fyrr... verð að fara að hætta að gefa sjálfri mér ástæður til að segja þessa setningu! Skamm skamm.

Vinnupartí á fimmtudag, Þjóðbrókarpartí á föstudag, vinna alla helgina og kórferðalag/djamm helgina þar á eftir... hvernig er hægt að ætlast til þess að maður geri nokkuð af viti í þessu lífi? ;)

ps. síminn minn er búinn að vera batteríslaus síðan á föstudag svo að ef þið hafið verið að reyna að ná í mig og ég ekki svarað, þá ekki móðgast...

mánudagur, september 11, 2006

Lasin

Ég var ekki fyrr orðin nokkuð hress af flensunni sem réðst á mig á fimmtudagskvöldið en ég fékk þá snilldarhugdettu að næla mér í ælupest... þar á ofan ákvað svo síðasti endajaxlinn minn að klára að koma upp í nótt (sem er reyndar að vissu leyti gott því að þá fer kannski bráðum að vera hægt að rífa hann úr) svo að all on all líður mér frekar ömurlega og ligg bara undir sæng og leik aumingja, með kók innan seilingar og fartölvuna í kjöltunni.

O jæja, mér hlýtur að batna einhvern tímann.

föstudagur, september 08, 2006

One potato, two potato...

Nýnemakvöld í gær, almennt góð mæting þrátt fyrir að aðeins þrír nýnemar létu sjá sig (hinir fóru allir í kökuna sjáiði til...). Tókst samt að koma 67% þeirra í stjórn, sem er þá 67% fjölgun stjórnarmeðlima - jebs, svona er ég sleip í stærðfræði þó að ég sé ekki með það á hreinu hvað séu margir millilítrar í desilítra...!

Meira að segja farin að hugsa um það að byrja á rannsóknarverkefninu sem ég á að skila næsta föstudag, búin að setja saman háþróað fjórskipt flokkunarkerfi með trilljón flokkum og undirflokkum og farin að merkja myndir samkvæmt því... jebs I know I'm crazy... blame it on the fever! mér tókst sem sagt að næla mér í pest svona rétt fyrir helgina og á þar að auki að vinna 12 tíma á morgun og hinn. Spurning hvað verður um þetta verkefni, spennandi, spennandi...

Talandi um það annars, veit einhver hvort Magni datt út úr Rock star á miðvikudaginn?

miðvikudagur, september 06, 2006

Næsta mál á dagskrá

Loksins, loksins búin að skila Gotlandsverkefninu. Svolítið á eftir áætlun en Terry virtist ekki vera að stressa sig neitt á því svo að þá geri ég það ekki heldur.

Þá er komið að því að baka nýnemaköku... gaman gaman hjá mér :D

Íslendingar

Ah, ég sit hér slightly high af svefngalsa og horfi á "Magnavöku" á Skjá einum, er þetta íslensk þjóðarsál í hn0tskurn eða hvað?!

Er annars að fara að læra heima (jams, svona er þegar maður sofnar þegar maður kemur heim úr skólanum, þá þarf maður að læra á nóttunni)... bý mig undir að þýða setningar á borð við "Hún vinnur og vonar", "Þeir berjast alltaf", "Dóttir skáldsins gengur oft í skóginum" og "Hvar býrð þú, amátt?"... Latína er yndi.