föstudagur, júní 22, 2007

Stríð

Húsið mitt er umsetið af geitungum. Á hverjum degi skríða svona þrír-fjórir ógeðslegir suðandi geitungar inn um gluggana mína og ég læðist um með paranoju og hársprey á lofti til að reyna að útrýma sem flestum. Oj bara... ég hata geitunga.

mánudagur, júní 18, 2007

*geisp*

Já, það er mánudagur.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Nostalgía

Í tilefni þess að í dag er Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn datt ég inn á heimasíðu Blóðbankans. Sumarið 2001 var ég að vinna við kynningarmál í Blóðbankanum og samdi þá meðal annars þessi stórskemmtilegu verkefni fyrir börn og útskýringarnar sem fylgja. Úff, hvað mér finnst fyndið að skoða þetta núna! Hádegishléið mitt fór sem sagt í nostalgíu og líffræði.

þriðjudagur, júní 12, 2007

Marblettir

Fæturnir á mér eru þaktir marblettum frá tám og upp úr. Áhugaverðastur er risastór marblettur sem byrjaði á hælnum og teygði sig svo smám saman upp á ökkla... en fjólubláu táneglurnar veita honum reyndar harða samkeppni. Fótbolti er greinilega stórhættuleg íþrótt! En samt svo gaman :D

ps. Kann einhver að eyða svona leiðinlegum spam-commentum úr haloscan?

þriðjudagur, júní 05, 2007

Bjór

Síðustu helgar hef ég verið afskaplega dugleg við að dreifa bjór um bæinn. Mig grunar að ég eigi (eða hafi átt) a.m.k. einn bjór heima hjá Birnu og Einari, einn hjá Hafdísi og tvo hjá Ernu Maríu... ekki það að ykkur er velkomið að drekka þetta krakkar mínir, efast um að ég muni nokkurn tímann sækja hann ;) En vegna þessa gífurlega bjór-örlætis míns finnst mér að allir eigi að vera ógurlega duglegir að splæsa á mig um næstu helgi :D

Og já, það er þriðjudagur og ég er strax kominn með hugann við helgina...

Þess má geta Telma að þessi færsla er sérstaklega tileinkuð þér ;) nú er bara að hætta að hlusta á okkur tala um bjór og koma frekar og drekka hann með okkur!

Happy Days

Ég er svo voðalega glöð og hamingjusöm þessa dagana... varð bara að láta ykkur vita ;)

Þetta sumar er alveg málið :)