föstudagur, nóvember 18, 2005

In dulci jubilo

Mér til töluverðs angurs er ég að byrja að komast í jólaskap... Ekki svona stress jólaskap samt og mig langar ekkert að fara að skreyta eða kaupa jólagjafir, heldur bara svona fiðring eins og maður fékk alltaf í magann þegar maður var lítill og það var verið að setja upp jólatréð og þegar klukkurnar í útvarpinu hringja á aðfangadagskvöld. Þetta er góð tilfinning og þess vegna er ergilegt að vera með samviskubit yfir henni - því að mér finnst alls ekki tímabært að fara að hugsa um jólin...

Til að sporna við jólaskapinu ætla ég í Hawaii partý í kvöld :D strápils, bleikir drykkir og sólhlífar ættu að geta þurrkað hátíðarfílinginn úr hausnum á mér... allavega tímabundið ;)

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Vont skap...

Það eru allir á móti mér þessa dagana. Strætó, vekjaraklukkan, eitthvað leiðinlegt ferðskriftofufólk, stundataflan mín, kirkjuvörðurinn í Fella- og Hólakirkju, Vaka (sem er ennþá týnd), kanínurnar (eins og vanalega), síminn minn, og bara allir :(

Auglýsi hér með eftir einhverjum sem langar að vera vinur minn...

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Moja kotka

Kisan mín, hún Vaka, er ekki búin að koma heim í 2 vikur :( ég er farin að verða frekar áhyggjufull...

laugardagur, nóvember 12, 2005

dramatis personae

...I'm gonna buy a gun and start a war...

Mæli eindregið með Morphology of the folktale - ef þið ætlið aðeins að lesa eina bók undir próf þá er þetta hún! Þjóðsagnafræðiritgerðin mín mun rokka, hehe... vona það allavega. Nú er bara að finna sér einhver ævintýri til að greina í tætlur! Hugmyndir óskast í kommentin ;)

...I'm gonna buy this place and see it go...

Ég sakna Coldplay disksins míns :(

og svo áfram með listana góðu :

Klukklisti :
núverandi pirringur: Síminn minn er dáinn og hleðslutækið er heima en ég í vinnunni.
núverandi lykt: Af brenndu ristuðu brauði... makes me hungry!
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Vinna!! ;)

Bendilisti:
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Tvö, tveir og núll ;) hefði heldur örugglega aldrei getað blásið á 20 kerti.
5. Hár? Nýklippt og litað, þ.e. í óvanalega góðu ástandi!
6. Göt? Tvö í hægra eyranu, eitt í því vinstra og svo eitt í naflanum.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Skammtafræði

Fór á lifandi bókasafn áður en ég mætti í vinnuna og leigði mér bók um átraskanir. Hún hét Erla og var mjög hress og skemmtileg.

Samviska mín er klofin í tvennt. Annars vegar hef ég samviskubit yfir því að vera beiler og svara ekki þessum listum sem allir eru að reyna að leyfa mér að vera með í... hins vegar yfir því að leyfa endalausum listum að útrýma öllum þeim gáfulegu pælingum sem annars myndu fylla þessa síðu. Svo ég hef ákveðið að fara bil beggja og svara þessu í skömmtum.

Klukklisti Bryndísar
núverandi tími: 16:17
núverandi föt: Svört stígvél sem mamma keytpi í Dublin, röndóttir sokkar sem mamma keypti líka í Dublin, nylon sokkabuxur af verstu gerð, vinnupilsið mitt, bleikur bolur og bleik (en samt ósamstæð) nærföt. Ætti líka að vera í jakka í stíl við pilsið en það er allt of heitt hérna inni.
núverandi skap: Margrætt... sveiflast milli myglu, pirrings og kaldhæðnislegs hressleika. Jams, ég er margklofinn persónuleiki...


Bendilisti Óla
1. Hvað er klukkan? 16:17
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? stúlka Ísleifsdóttir. Er nafnið manns yfirleitt á fæðingarvottorðinu?
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Sigrún, eða Sísa... var einu sinni alltaf kölluð Sigrún Ísleifs en það hefur mikið minnkað.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Líf mitt í sex fjórðu

Urr... illa fólk, verið duglegri að kommenta! eða er ég bara að tala við sjálfa mig hérna? kannski ekkert að því svo sem...

Hitti Örnu í strætó í dag. Það var gaman. Alltaf svolítið sérstakt að hitta fólk sem maður er eiginlega búið að gleyma að sé til. Endurnýjar ávallt trú mína á hughyggjukenningum Berkleys...

Fékk "Vegir liggja til allra átta" á heilann í strætó upp úr þurru, tókst að útrýma því með "Blessuð sértu sveitin mín" en var svo skyndilega farin að raula "Ave Verum"... ákvað þá að það væri kominn tími til að hlusta aftur á Frændkórsgeisladiskinn. Það virðist hafa virkað, allavega er ég bara með "Nothing Else Matters" á heilanum núna, sem er auðvitað mun heilbrigðara.

Frasi dagsins : “Would your girlfriend mind if I bought you a drink?” Dating advise á msn.com er endalaus uppspretta gleði.

Og að lokum, hið steiktasta blogg sem ég hef séð lengi... verðskuldar ekki sess á listanum en gæti engu að síður glatt ykkur sem hafið jafn lítið að gera og ég ;) http://www.blog.central.is/fireworks

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Tómhent

Urr... þetta fólk sem ég vinn með er alltof duglegt, ekkert eftir handa mér að gera! Var búin að einsetja mér að vera ótrúlega dugleg nú, þegar ég er ekki búin að mæta í viku, en þá er Dagmar búin að gera clearing OG ganga frá vöggunni, Sari búin að fara yfirferð fram á 16.nóv og meira að segja Louise og Ellen búnar að þrífa frammi í lobbyi... svo að ég hef ekkert betra að gera en að blogga :/

Annars er lífið bara nokkuð gott - fór í klippingu í morgun (og þar með komin með topp og orðin enn meiri ljóska en áður!) og tókst meira að segja að krækja mér í eina megavikupizzu áður en ég fór í vinnuna :D traríraríræ...

Ætti kannski að fara að yfirfara hópabókanir í Navision, það er það eina sem mér dettur í hug að gera - ef Dagmar er þá ekki búin að því líka! ;)

mánudagur, nóvember 07, 2005

Vom Balkon fliegen leere Pullen...

Enn og aftur hefur sannað sig að næturlíf Reykjavíkur skilar sér best með hæfilegt magn áfengis innanborðs. Og Eyrarbakki er nú ekki svo slæmur heldur ;) Allavega heppnaðist vísindaferð síðasta föstudags hörkuvel og ég kynntist/hitti fullt af áhugaverðu fólki; hressu og söngelsku fornleifafræðinemarnir Jórunn og Karólína, nokkrir hressir verkfræði- og stærðfræðinemar sem leyndust á Celtic Cross (og ég man því miður illa nöfnin á), fleiri fornleifafræðinemar að nafni Guðmundur og Jói sem joinuðu mér á Nonnabita og fyrrum kórfélagi minn, Hugrún og hinn ofurdrukkni kærasti hennar Helgi, að ógleymdum öllum hressum samnemendum - settu svip sinn á vel heppnað kvöld :D

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Skautar á eftir! :D

Úff, ég fékk hræðilega martröð í nótt, svo vonda að ég vaknaði hágrátandi :( ekki gaman... og svo restina af nóttinni var ég alltaf að vakna svona eins og til að fullvissa mig um að þetta hefði alveg örugglega bara verið draumur.

Í gær var mér tjáð að fyrstu framkvæmdirnar sem íslenska heimastjórnin tókst á hendur, eftir að Danir og Norðmenn höfðu ráðið að mestu hvað gert var hér síðustu 650 árin, voru bygging Landsbóksafns og Klepps. Segir allt sem segja þarf um Íslendinga ekki satt...? Við erum öll orðin geðveik af að rýna í þessar gömlu skruddur okkar.

Önnur helgi og fullt af skemmtilegheitum fram undan. Ó hvað ég mun gleðjast þegar ég verð búin að skila þessari leiðinda vinnulagsritgerð.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Episke Strukturer og fleira

Ég komst annars að ýmsu sniðugu um sjálfa mig þessa síðast liðnu viku og gerði marga gáfulega hluti. Hlustaði á Kardemommubæinn, las Ronju Ræningjadóttur (aftur), komst algerlega inn í sálarkreppur og ástamál galdrastelpnanna, bakaði köku með bláum glassúr, fór í hákarlaleik í sundi, fór í hengimann og rifjaði upp hvað mér fannst alltaf leiðinlegt að þurfa að lita myndirnar í skólabókunum mínum þegar ég var lítil. Meðal gáfulegra hluta sem ég gerði aftur á móti ekki var að lesa f*** Episke Strukturer.

En já, ég komst sem sagt líka að því að húsverk eru alls ekki svo leiðinleg. Það getur meira að segja verið þolanlegt að þurrka glös og hengja upp á snúru. Gæti samt aldrei gerst heimavinnandi húsmóðir nema koma mér upp samviskusömum eiginmanni eða góðri barnapíu fyrst, svo að ég kæmist út reglulega. Meika ekki að hitta engann nema spegilmyndina og börnin.

Sé að ég hef misskilið þetta seinna klukk eitthvað. Var búin að gera listann og allt þegar ég komst að því. Ætla samt ekki að setja hann inn, komst nefnilega líka að því þegar ég var búin að fylla hann út að ég er orðin frekar þreytt á þessum endalausu listum. Svo að þið fáið ekki að vita í hverju ég er, eða hvaða lag ég er með á heilanum. Greyin...

Muniði eftir "Auf rechtem Weg"? ég sakna þeirra gömlu góðu daga og sé eftir að hafa aldrei valið "Die schiefe Bahn"... og eignaðist heldur aldrei Lada Sport, ach, ach!