fimmtudagur, júní 29, 2006

Tilveran

Ég var búin að upphugsa fullt af hlutum til að skrifa hérna í gær, fyrradag og daginn þar á undan en í dag á einhvernveginn enginn þeirra lengur við.

Það eina sem mér dettur í hug að segja núna er: Eftir þrjá og hálfan tíma verð ég búin að vinna og lögð af stað í ferðalag :D:D eins gott að ég hafi ekki gleymt neinu mikilvægu, það er ekki sniðugast af öllu að pakka á næturnar...

mánudagur, júní 26, 2006

Gleðin ein

Bíllinn minn lyktar af bjór og hestum, sem lýsir helginni ágætlega :D Djömm í Vík eru greinilega hin besta skemmtun, þó að ég hafi nú eytt meiri parti þess utan ballsins en innan kannski... en það var líka gaman ;) Mæli aftur á móti ekki með að aka heim 190 km eftir á! Hefði nú alveg getað reddað mér gistingu svo sem en það er ekki hægt að beila um of á vinkonunum... ;)

3 dagar í Landsmót, 15 dagar í að Marta komi til landsins og 38 dagar í Gotlandsferð! víhí...

föstudagur, júní 23, 2006

...og ég ferðast aftur í tímann

Ég er búin að vera í því að segja fólki síðustu daga að það sé maí. Kannski bara óskhyggja, þar sem mér finnst nú þegar allt of langt liðið á sumarið. Hef smá áhyggjur af þessum verkefnum sem ég á að vera að vinna en gengur ekkert að byrja á... þarf að gerast svolítið alvarleg yfir þessu, finnst ég stundum alltof mikill kæruleysiskrakki til að eiga heima í háskóla! Hestbak í gær, dag og á morgun og ball annað kvöld, lífið er yndislegt og önnur skandalahelgi fram undan, hmmhmm...?

miðvikudagur, júní 21, 2006

Það er þetta með gleymnina...

Úff, ég hef greinilega gert fleira af mér í Þórsmörk en ég man eftir... gotta think more, drink less and... well probably just drink less!

þriðjudagur, júní 20, 2006

...gleymdi...

já, það má líka kannski koma fram að tjaldið vann vinsældakosningarnar, þannig að nú get ég boðið öllum sem vilja í tjaldútilegu með mér :D

Arídúadei

Jæja, þá er ég alveg rétt bráðum að hætta að vera tannlaus aumingi, ekki það að tennurnar komi aftur svo sem en sárin eru allavega byrjuð að gróa og ég farin að geta borðað fleira en verkjatöflur og shake. Gerðist meira að segja hörð af mér og fór í útilegu þrátt fyrir allt, setti áreiðanlega hraðamet á leiðinni til Hvolsvallar þar sem við rétt náðum rútunni og enduðum uppi í Þórsmörk í góðum gír... :D mun pottþétt snúa aftur og hrista upp í þessu liði þarna, right Bryndís? ;)

Svo er sumarfríið hans Víðars búið og ég vildi barasta óska að það væri ekki alveg svona langt í Kálfholt, því að ég vildi gjarna fara þangað á hverjum degi eftir vinnu! En bensínið er víst ekki alveg ókeypis svo að ég verð að láta mér 2-3 ferðir á viku nægja í bili... og svo er loksins komið alveg á hreint að ég er að fara á Landsmót, jibbí jeij! Og er svo ekki þessi kórútilega 15.-16.júlí...? Verð að reyna að troða mér í hana líka... ;)

Það er svo gaman að hafa sumar :D jafnvel þó að það sé rigning... ;)

föstudagur, júní 16, 2006

Ljótu endajaxlar ;(

Mig langar ekki til tannlæknisins :( Vil miklu frekar fara á ball og í útilegu og upp í Þórsmörk! Verð bara að vona að heppnin verði með mér og ég verði hress eftir aðgerðina, þá get ég kannski gert eitthvað af þessu líka. Væri samt meira týpískt ég að verða ónýt alla helgina :/ One can only hope...

Kanínuungarnir hennar Nemó eru komnir yfir það stig að líta út eins og blindar mýs og bara alveg að verða svolítið sætir :D kannski fæ ég svona 2-3 í pössun hluta sumars, aldrei að vita... Ef þið þekkið einhvern sem langar í kanínu eftir svona 2 mánuði, endilega látið vita ;)

miðvikudagur, júní 14, 2006

Næstsíðasta næturvaktin að baki :D

Jæja, í nótt var fyrsta nóttin mín hérna sem hótelið var ekki fullt... og fyrsta nóttin sem það var ekkert fyllerí á gestunum heldur! Hljómar kannski eins og það hafi ekki verið neitt að gera hjá mér, en í staðinn þvoði ég, þurrkaði og gekk frá um 45 kg af þvotti... eins og mér finnst það gaman :/ En jæja, ég skemmti mér svo sem ágætlega niðri í þvottahúsi, brjótandi saman handklæði og syngjandi Megas og Janis Joplin fullum hálsi. Eða svona eins og röddin leyfði, ég verð nefnilega sífellt veikari... Enn ein leið líkamans til að mótmæla þessari næturvinnu held ég, en allavega lítur allt út fyrir að ég eyði deginum bara undir sæng.

Freedom is just another word for nothing left to loose...

þriðjudagur, júní 13, 2006

ehm... þriðjudagur?

Ég held að hræðsla mín við geitunga sé farin að nálgast það að vera sjúkleg. Ég var að ryksuga hjá mér í dag (gær reyndar...) og ætlaði varla að þora að ryksuga dauðan geitung sem lá á gólfinu :/ Um daginn var ég reyndar huguð og ryksugaði lifandi geitung, sem var eitthvað að skríða í gluggakistunni... en þá þorði ég heldur ekki að snerta ryksuguna í margar mínútur á eftir! Ég geri mér vel grein fyrir hvað þetta er heimskulegt, en hef enga stjórn á þessu... Meiri vitleysan!

laugardagur, júní 10, 2006

Snúin aftur til ábyrgðar

Næturvakt númer tvö af sjö alveg að klárast... þetta er nú ekki svo slæmt :) Hjalti kom og stytti mér stundir í heillangan tíma meðan ég brenndi vínarbrauð og sauð egg... Reykjavík á laugardagsmorgnum samt alltaf söm við sig, hljóp yfir á Skjaldbreið til að sækja súkkulaði á vínarbrauðinn (alla þá löngu leið frá Klapparstíg yfir á Laugaveg 16) og þrír fullir gaurar gerðu tilraun til að faðma mig á leiðinni!

Ég á í harðri innri baráttu varðandi það hvort ég eigi helst að kaupa mér tjald, beisli eða gallabuxur... any suggestions? ;)

þriðjudagur, júní 06, 2006

Not that innocent...

Jahá... þetta var svo sannarlega hress helgi :D Á föstudaginn fór ég á "stelpudjamm" með Kristrúnu, Brynhildi, Önnu Guðrúnu og vinkonu Kristrúnar sem heitir Fanney (já, úps, ég á víst enn slatta af áfengi heima hjá henni!), á laugardaginn hitti ég Einsa og Kristján Þverdal og við fórum á frekar súrt fyllerí heima hjá mér sem endaði svo af einhverjum ástæðum á löngu rápi um Vesturbæinn og heimsókn í Dominos Ánanaustum (jams, eintóm gleði að vera verslunarstjóri!)... og á sunnudaginn tóku Telma og Kalli mig með í kórpartí... sem reyndist innihalda nánast bara kórstráka reyndar (aðeins annað en þeir kórar sem ég hef átt að venjast...) og ég kynntist fullt af hressu fólki :D

Annars er bara mikið flipp, slúður og drama í gangi... já... sumarið er tíminn...