miðvikudagur, maí 31, 2006

Ofur-Sigrún

Já, ég er búin að vera frámunadugleg í vinnunni minni í dag, þó ég segi sjálf frá :D veitir ekki af, þar sem ég er alveg að fara í frí (:D húrra) en fyrst þarf ég reyndar að vinna aðeins í fyrramálið, komu skyndilega upp veikindi... :/ Svo er ég líka búin að vera ofur-dugleg að blogga og um helgina ætla ég að skemmta mér ærlega! hehe...

Ofur-hamingjusöm ofur-Sigrún eins og þið heyrið... langar ekki einhvern að djamma með mér næstu daga? ;)

þriðjudagur, maí 30, 2006

Garðvinna er púl

Já, það er víst best að útskýra þetta með lögfræðina, hmmhmm... Ég komst sem sagt að því í vetur eftir miklar vangaveltur að mig langar mjög að læra lögfræði! (jams, ég sé fyrir mér hneykslunarsvipinn á ykkur núna). En þar sem þjóðfræðin er svo skemmtileg tími ég ekki að hætta í henni heldur, þannig að ég er eiginlega búin að ákveða að reyna að klára sem mest af henni næsta vetur og fara svo í lögfræði veturinn þar á eftir...

sunnudagur, maí 28, 2006

Tvö blogg á dag koma skapinu í lag ;)

Já ofurdugleg að blogga um fánýta hluti þessa helgina...

1. Aldrei í lífi mínu: skal ég framar drekka tequila.
2. Þegar ég var fimm ára: átti ég bara eitt systkini.
3. Menntaskóla árin voru: vakning.
4. Ég hitti einu sinni: mann sem hélt því fram að hann væri Díana prinsessa endurborin. Það var scaery!
5. Einu sinni þegar ég var á bar: týndist ég í Kraká þegar ég fór að kaupa kebab.
6. Síðastliðna nótt: svaf ég vært… ekkert krassandi á ferð þar ;)
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verð ég líklega að biðla til organistans í Neskirkju um að fá að æfa mig þar.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: hillur með hræðilegu óskipulagi sem ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fikta í.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Rós, bilað sjónvarp og straujárn.
10.Þegar ég verð gömul: verð ég vonandi sátt við það sem ég hef afrekað í lífinu.
11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég búin að skrá mig í lögfræðina.
12. Betra nafn fyrir mig væri: erfitt að finna, ég er nú bara nokkuð sátt við nafnið mitt!
13. Ég á erfitt með að skilja: hvernig hægt er að vera dónalegur og leiðinlegur við einhvern sem maður þekkir ekki og hefur ekkert gert manni.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég er stundum feimin við þig.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í þínum vinahóp er: ehm… Cilia líklega, þó ég hafi ekki þekkt hana þegar Karitas fæddist. En annars geta Silja og Telma keppst um titilinn ;)
16. Farðu eftir ráðum mínum: og ekki drekka tequila.
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: AB drykkjarjógúrt með jarðaberjabragði.
18. Afhverju myndir þú hata mig: hmm… þú þyrftir nú að gera mér eitthvað verulega illt til þess… líklega yrði mér samt frekar illa við þig ef þú myndir fara á bak við mig með eitthvað mikilvægt eða svíkja mig á annan hátt.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: brúðguminn myndi ekki mæta!
20. Heimurinn mætti alveg vera án: fólks sem sér bara eina hlið á hverju máli.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: úff mér dettur ekkert í hug!
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: neibs, dettur ekkert í hug hérna heldur, hugmyndaflugið er í helgarfríi…
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: af því að ég hef metnað fyrir því.
24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: raunsæjar.

Af hverju er maður þá að standa í þessu?

Alltaf gaman að stela hlutum af annarra manna bloggum:

..ALLT ÞAÐ SEM ER ÖMURLEGT VIÐ KYNLÍF:
1. Krampaköst
2. Sandur í píkunni þegar maður er að gera það í Nauthólsvík
3. Brunasár eftir harðar gólfmottur eða snæri
4. Sæði slettist á vitlausa staði, t.d. augu...
5. Smokkurinn rennur af á versta tíma
6. Smokkurinn festist inní píkunni eða rassinum og maður þarf að veiða hann út
7. Hjartaáföll
8. SogM slys
9. Bílslys (Já, þú yrðir hissa ef þú sæir lögregluskýrslur)
10. Bakverkir eftir fáránlegar stellingar úr Tantra bókinni
11. Svo þarf maður að sofa á blauta blettinum í lakinu
12. Eymsli og vöðvaverkir
13. Ofþreyta eftir ríðingar síðustu nætur
14. Samfararof (algjört turn-off)
15. Foreldar koma að manni í rúminu
16. Getuleysi eða of brátt sáðlát
17. Stress yfir því hvernig maður stendur sig í rúminu
18. Minnimáttarkennd
19. Lykt af píku eða óhreinu tippi
20. Kynsjúkdómar
21. Verkir í tippi eftir ömurlegt tott þar sem tennurnar þvældust fyrir
22. Ótímabær ólétta
23. Flatlús
24. Blóð úr píku eða rassi og rispur eftir óklipptar neglur
25. Svo gæti maður verið handtekinn, lent í fjárkúgun, rekinn úr vinnu, verið kærður fyrir kynferðisafbrot, sært blygðunarkennd fólks, orðið kynlífsfíkill og hreinlega farið til HELVÍTIS!

Jams... gerumst öll skírlíf! ;)

laugardagur, maí 27, 2006

Kjörsvæði 2, kjördeild 2

Þá er það komið á hreint... hvað á ég svo að kjósa? ;)

X-hvað?

Já... ég hef enn ekki ákveðið hvað ég ætla að gera við kjörseðilinn minn á eftir! veit ekki einu sinni í hvaða kjördeild ég á að kjósa ef út í það er farið ;) En það kemur allt, tæpir tólf tímar þar til kjörstöðum verður lokað, no need to panic just yet :D

Reyndar datt ég hroðalega illa af baki í fyrradag :/ öll bólgin og marin á öxlum og baki... en það má víst þakka fyrir að ég var með hjálm! annars væri ég tæplega í ástandi til að blogga...!

Svo vil ég óska Önnu Guðrúnu, Kristrúnu, Dísu, Kristjáni og Sigurborgu innilega til hamingju með að vera að útskrifast :D y'all made it ;)

Annars verður þetta bara góður dagur held ég... klikkaða fólkið í vinnunni minni virðist sem betur fer aðeins vera að róast svo að ég fæ vonandi aðeins meiri tíma til að slæpast :D Ég er á msn ef þið saknið mín... ;)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Þjóðminjasafnið, kettlingur og Dracula

Synda að segja að ég hafi ekki nýtt eina frídaginn í vikunni vel ;) Fór á þjóðminjasafnið með Bryndísi (alltaf frítt á miðvikudögum) og við vorum þar í rúma tvo tíma! þetta er nú óneitanlega soldið flott safn... fékk reyndar smá kast þegar einhverjir túristar kveiktu á margmiðlunarskjáunum á ensku, leið eins og ég væri komin aftur í tíma í norrænni trú. En já, svo fór ég í Kringluna og eyddi pening, hesthúsið að stjana pínulítið við hann Víðar minn (sem var nú ekkert of hrifinn af því svo sem, held að hann sé frekar hársár :p) Og á meðan tókst mömmu minni að auka við kattaeign fjölskyldunnar, hún heitir Lotta og ég er að hugsa um að ræna henni... :D

Svo lá leiðin á tónleika hjá Snælandsskólakórunum um kvöldið... þegar maður er vanur jafn brjáluðu kórstarfi og ég er búin að vera í síðustu árin vill það gleymast hvað það er í rauninni mikið kraftaverk að fá 50 krakka á aldrinum 8-12 ára til að standa kyrr í tvo klukkutíma, þegja á réttum stöðum og syngja öll í einu... Hefðu samt líklega betur sleppt þessum Ceremony of Carols köflum sem þau tóku, það eru nú einu sinni 7 mánuðir til jóla! En líklega er það nú samt bara snobb í mér...

Í stað þess að fara snemma að sofa og safna kröftum fyrir vinnuhelgina glápti ég svo á Dracula og borðaði pizzu með Óla fram á nótt... Vildi að ég væri ekki svona mikill nátthrafn, þá væri ég allavega ekki svona mygluð í vinnunni alltaf.

Ég er ekki frá því að þetta sé lengsta bloggfærsla mín í langan tíma... húrra fyrir því eða hvað?

mánudagur, maí 22, 2006

The road goes ever on...

Ég á orðið hest :D Hann heitir Víðar, er 6 vetra og ég sæki hann í kvöld! Ég á aftur á móti ekki kærasta lengur :( Lítið við því að gera svo sem. Nú er bara að vona að þetta hafi verið góð skipti og hesturinn endist betur en kærastinn...

miðvikudagur, maí 17, 2006

Ömurleg byrjun á deginum

Já, ég gat ekki annað en dauðvorkennt stelpugreyinu sem byrjaði daginn á því að aka aftan á næsta bíl á Nýbýlaveginum rétt fyrir átta í morgun.

Minn dagur hófst aftur á móti með hafragraut og heitum umræðum um Eurovision yfir morgunverðarborðinu... foreldrahúsin eru alls ekki svo slæm.

Annars er ég á því að visku minni fari hnignandi. Af gömlum póstum að dæma þá var ég mun duglegri við að tjá einhverja gáfulega hluti hér en ég er nú. Ætli skólinn hafi ekki bara sogið úr mér allt vit...?

þriðjudagur, maí 16, 2006

Prófin búin :D

Já, þá er ég laus! :) Er samt ekki alveg jafn hress og ég var að vonast til, er væntanlega bara ennþá þreytt eftir allan lesturinn... kraftarnir hljóta að snúa aftur fljótlega.

Hestaleitin okkar gengur aftur á móti ekki sérlega vel... en það er víst bara þolinmæðin sem gildir :/

laugardagur, maí 13, 2006

Týpískt ég!

ARG! ég fékk aftur stöðumælasekt ;( og í þetta sinn borgaði ég samt í stöðumælinn, urrurr...

Þetta getur ekki verið nokkuð annað en tákn um það að ég eigi að hætta þessari leti og LABBA í vinnuna... point taken!

föstudagur, maí 12, 2006

Material girl

Jams, enn ein vinnuhelgin, ég er hræðileg að láta plata mig svona, ég sem ætti frekar að vera að læra undir próf!

En sumarið nálgast óðum, han noston ned 'wilith, sólin skín eins og henni sé borgað fyrir það og angrar okkur greyin sem eigum að halda einbeitingunni yfir bókunum... EEEEN það er bara eitt próf eftir og eins og Ingibjörg benti réttilega á í dag þá gildir það ekki það mikið að það hafi úrslitagildi um einkunnina í áfanganum, svo að ég er ekki alveg jafn stressuð og fyrir hin prófin tvö :) sem hefur reyndar slæm áhrif á lestrarafköst, en það er önnur saga!

Svo erum við komin með hesta aftur í bæinn (loksins loksins!!) svo að ég sting af frá lestrinum smá stund dag hvern til að ríða út í góða veðrinu, komin með sumarklippingu og byrjaði í sumarafleysingunum í dag - þetta er allt að koma!

Næsta mánudag verð ég frjáls, can't hardly wait...

mánudagur, maí 08, 2006

neeeeeei!! bölvað vesen :(

Hotmailið mitt eyðilagðist :( af einhverjum ástæðum kemst ég ekki inn á það, hvorki passwordið né svarið við leynispurningunni virkar, spurning hvort að einhver hefur verið að reyna að brjótast inn á það eða hvað... allavega þá er það ónýtt og allir eru beðnir að senda mér ekki mail þangað!, þar sem ég fæ þau þá einfaldlega ekki, og adda mér inn á msn sem sigrunisl@hotmail.com

Sem betur fer voru nú engar trúnaðarupplýsingar þarna inni en samt sem áður eftirsjá í ýmsu sem ég næ nú ekki lengur í... ansans mórall :(

sunnudagur, maí 07, 2006

Sunnudagar ERU lengi að líða!

Samt er ég að reyna að stytta mér stundir með því að lesa glósur og Eddukvæði. Og svo er bölvaður síminn minn að hrekkja mig, búin að fá þrjú sms í dag um það hvað ég talaði mikið í símann úti í Póllandi og alltaf held ég að ég eigi vini ;(

Ég afrekaði annars að fá stöðumælasekt í gær, er það ekki týpískt ég?! Hún var nú sem betur fer lægri en ég hefði haldið...

Annars leiðist mér bara ógurlega í bili, vildi að ég gæti verið heima að lesa :(

föstudagur, maí 05, 2006

Bókhlaðan, 9.40 f.h.

Ég er þreytt og úrill... þetta fær maður af því að vaka fram á nætur að lesa og vakna svo snemma til að halda áfram að lesa. En hvað er þá betra en trópí (jebs, búin að losa mig við orkudrykkina) og glósur úr Norænni trú til að hressa mann við?! :/ en eins og með allan masókisma þá verður maður væntanlega ánægður með sjálfan sig á eftir... held að ég geti allavega farið í þetta próf án þess að hafa á tilfinningunni að ég hefði átt að lesa meira, það verður indælt.

Thinking Billy Joel...

ps. haldiði ekki að Þjóðbrókarsíðan hafi lent inn á B2 í gær! sniðugtsniðugt...

þriðjudagur, maí 02, 2006

varanlegur heilaskaði...

Ég er afskaplega hlynnt svona "hittumst og tölum um prófið" fundum ;) mér líður alltaf betur á eftir, þó að ég snúi kannski ekkert mikið gáfaðari af þeim en ég fór... Annars er líkaminn held ég alveg að flippa á öllum þessum orkudrykkjum, ég vaknaði í morgun með geðveikan hausverk, svima og óreglulegan hjartslátt - hjálp! verð að skipta yfír í einhvern annan orkugjafa greinilega!

...en úff hvað ég get verið mikil ljóska!! ég var búin að steingleyma því að ég átti ekkert að mæta í vinnuna í dag, og mætti svo bara eins og venjulega, alger idjót! sem betur fer var Ólafía til í að fara bara heim og vinna frekar á föstudaginn, það var svo sem ekkert verra fyrir mig. En já, heilinn minn hefur greinilega bara ekki pláss fyrir neitt nema prófefni þessa dagana :(

mánudagur, maí 01, 2006

Vondur dagur í vinnunni

Úff, mér líður stundum eins og algerri ungamömmu í þessari vinnu minni! Vona að ég sé ekki alveg svona bjargarlaus þegar ég er túristi í útlöndum... Allavega held ég að von mín um rólegan mánudag þar sem ég gæti kannski tekið því rólega og lesið eins og nokkra kafla fyrir Norræna trú sé fokin út um gluggann :/ þá er það bara meira magic og næturvökur í kvöld...