miðvikudagur, september 28, 2005

Pippin's song

Home is behind the world ahead
and there are many path's to tread.
Through shadoe, to the edge of night
until the stars are all alight.

Mist and shadow,
cloud and shade,
all shall fade...
All shall fade.

þriðjudagur, september 27, 2005

Klukk-klukk...

Það er langt síðan ég hef bloggað. Ástæðan er sú að ég hef ekki nennt að skrifa fimm staðreyndir um sjálfa mig, en ekki haft brjóst í mér til að svíkjast um í þessum klukk-leik. Svo hér koma þær :

1. Mér finnast límmiðar skemmtilegir. Líka litir. Og yfirstrikunarpennar. Almennt séð allt sem lífgar upp á stílabækurnar mínar... eða bara hvað sem er. Ég meina - hafiði komið inn í eldhúsið mitt?

2. Ég er ótrúlega veik fyrir latínu. Mér finnst latína sniðugasta tungumál sem ég þekki, það er til svo mikið af fallegum textum á latínu. Þetta birtist meðal annars í því að bæði nafnið á blogginu mínu og flest lykilorðin mín inn á hitt og þetta eru á latínu. Ég er líka veik fyrir gregoríönskum kirkjusöngvum. Þeir gefa mér alltaf hroll. Þetta tvennt er líklega ástæðan fyrir því að ég hef jafn mikinn áhuga á kirkjutónlist og raunin er og hugleiddi jafnvel að taka guðfræði sem aukafag í háskólanum.

3. Ég á kanínu sem heitir Tara. Svo á ég eiginlega líka aðra kanínu sem heitir Eyrnalangur, en hann geymi ég úti í garði hjá pabba og mömmu því að hann var svo óþægur og illa upp alinn að hann var ekki húsum hæfur. Það er samt ekki mér að kenna því að ég fékk hann ekki fyrr en hann var meira en eins árs. Í staðinn er ég í vetur að passa Nemó, sem er systir Töru. Þær eru samt eiginlega næstum jafn óþægar og Eyrnalangur... Svo á ég kisu sem heitir Vaka og er líka hjá pabba og mömmu, því að ég má ekki vera með kisu í kjallaranum mínum, og þrjár kisur til viðbótar á himnum. Mig langar í labrador. Og hest. Reyndar fæ ég hana Kolfreyju í fóstur eftir áramótin, svo að þá á ég næstum því hest :) Svona er að vera ættuð úr sveit... ;)

4. Þegar ég byrjaði í MH tók það mig einn dag að byrja að tala við einhvern, þrjá og hálfan mánuð að fá símann hjá einhverjum og alla fyrstu önnina að hitta einhvern utan skólans. Þegar ég byrjaði í HÍ tók það mig 4 daga að byrja að tala við einhvern, viku að fá símann hjá einhverjum og 2 og hálfa viku að hitta einhvern utan skóla. Og ég veit þetta!!

5. Mér finnst gaman að hneyksla fólk. Verst að ég hef hagað mér svo illa innan um ykkur flest að það er varla margt sem ég get gert til að hneyksla ykkur lengur...

Þá get ég aftur farið að blogga reglulega með góðri samvisku - ví :D

fimmtudagur, september 15, 2005

Af hverju blogga ég bara í vinnunni?

Það er búið að gera mig að ábyrga fyrir afar forneskjulegu - en að sama skapi rándýru - upptökutæki í eigu Ríkisútvarpsins. Ég er viss um að bölvuð græjan tekur pottþétt upp á því að gefa upp öndina bara vegna þessa, eða þá að einhver úr hópnum mínum rústar henni á vettvangi. Aldrei bjóðast til að taka neitt að ykkur, it'll only bring you trouble...

miðvikudagur, september 14, 2005

"1"

Ég skil ekki fólk sem fer eitt í ferðalög. Ekki það að mér finnst ekkert að því að eiga svona smá quality time með sjálfum sér við og við, en bara best að eyða honum uppi í rúmi með bók eða eitthvað því um líkt... ekki í útlöndum. Mér myndi bara finnast það ótrúlega einmanalegt...

Ég er nógu ein í skólanum - hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem langar að joina félagsfræðideildina á næsta ári og vera ótrúlega duglegur að stunda félagslífið með mér! eruð þið ekki öll að fara að útskrifast...?

föstudagur, september 09, 2005

Ég er að hugsa um...

...að sækja um styrk til að fara út að borða í miðbænum að minnsta kosti einu sinni í viku - til að geta sagt eitthvað af viti við alla þessa blessuðu ferðamenn sem eru alltaf að spyrja mig hvar þeir eigi nú að borða kvöldmat!

Bara pæling hvert væri best að senda slíka umsókn...

mánudagur, september 05, 2005

París

Er yndisleg :D og síðasta vika var ótrúleg - örugglega ein rómantískasta vika ævi minnar fram að þessu ;) ég get ekki annað en sent ferðafélaga mínum bestu þakkir fyrir að vera frábær í alla staði :*:*

myndirnar eru svo á leiðinni...