miðvikudagur, maí 07, 2008

iTunes og undirmeðvitundin

Ég setti iTunes á shuffle (reyndar innan í völdum playlista, en samt, hann er hátt í 300 lög) og hvað haldiði að hafi verið nöfnin á 4 fyrstu lögunum sem fóru í gang?

Skänk i mera mjöd, Whiskey in a Jar, Warm Beer and Cold Women og Alabama Song (Whiskey Bar)... er verið að reyna að senda mér einhver skilaboð eða hvað??

En annars er nú bara rétt um vika í "sumarfríið" mitt, þar sem ég ætla að djamma heilan helling í þremur löndum, svo að það er eins gott að fara að koma sér í gírinn :D Veðrið hér í Kaupmannahöfn er líka mjög bjór- og kokteilavænt í bili, sól og 20°+ hiti! Næstum of mikið barasta, ég flúði allavega úr gallabuxunum í stuttbuxur í dag. Og er að grilla á svölunum, ví :D

Já, ég ákvað svo líka að byrja að skrobbla aftur, sem ég hef ekki gert síðan ég fékk mér nýja tölvu. Ef ykkur langar að njósna...