sunnudagur, október 07, 2007

Eldamennska á háu stigi

Þegar maður getur keypt hamborgarahrygg á kostakjörum er hætt við að mikilmennskubrjálæðið grípi mann og lagt sé upp í ógurlega eldamennsku. Ég er allavega að gera tilraun til að sjóða hamborgarahrygg í litla mini ofninum okkar núna, meðan Þórir er úti í búð að kaupa rauðvín og köku. Stefnan er sem sagt á að halda ógurlegt kveðjuhóf fyrir Björn, sem er að fara að stinga af og flytja til Íslands.

Annars er ég loks lögð af stað með að reyna að formatta tölvuna mína... hún er samt búin að vera í meira en klukkutíma að skrifa disk með allri tónlistinni minni, finnst þetta ekki nógu sniðugt...

Finnland eftir 5 daga, Birna og Hafdís í Danmerkurheimsókn eftir 11 daga og pabbi, mamma, Helga og Hildur í heimsókn eftir 17 daga! Lítur út fyrir að október verði viðburðaríkur mánuður ;)