mánudagur, janúar 30, 2006

Risin upp...

Það var mikið að ég fékk einhver viðbrögð við útlandapælingum mínum! ;) reyndar er ekkert fastákveðið að fara til Mallorca - en það er náttúrulega samt ódýrast (ásamt Benidorm) og þar sem þetta á bara að vera sólarstranda/chill/djamm/skemmti-ferð þá ákváðum við að vera ekki að eltast við að fara á neinn meira fancy stað ;) But the poll is still open folks! en það þýðir ekkert að bíða og sjá til hvort maður á pening... það þarf nú líklega að bóka fljótlega til að fá gott verð...

Það er annars leiðinlegt að vera lasin og láta sér líða illa... en nú er mér sem betur fer að batna. Í rúmlegu minni um helgina komst ég annars að því að ég verð að gera eitthvað í óheilsusamlegu líferni mínu ef ég ætla ekki að enda í algerri klessu. Svo að hollur matur, útivera og skynsamlegt magn svefns verða málið í febrúar! er það ekki bara...?

þriðjudagur, janúar 24, 2006

...but my heart blames it on me

Ég hef þá áráttu að alltaf þegar mér líður illa þá fer mig að langa til útlanda... einhvers konar veruleikaflótti hlýtur að vera. Sökum peningaskorts læt ég mér nú samt yfirleitt nægja að dreyma, þó að það séu nú reyndar nú þegar tvær utanlandsferðir planaðar hjá mér á þessu ári! :)

En hvað sem öllum draumum líður - this is for real! tvær manneskjur (eða fleiri, vantar samt amk. tvær) óskast til að koma með mér og Hjalta í vikuferð til Mallorca í byrjun júní :D áhugasamir gefi sig fram í kommentunum eða á msn...

laugardagur, janúar 21, 2006

Hver er þessi Viðmælandi?

Dagur tvö af helginni ógurlegu næstum búinn og næstum komin yfir 50 tíma markið... fyrir ykkur sem ekki vitið er ég að vinna skráningarverkefni á Árnastofnun og var víst búin að skuldbinda mig til að vinna 75 tíma í því fyrir fyrsta febrúar - en eins og mín er von og vísa datt mér ekkert í hug að fara að gera neitt í því fyrr en um miðjan janúar... "þetta-reddast" heilkennið getur farið illa með mann á stundum!

Annars bendir flest sú vitneskja sem þó hefur troðist inn í hausinn á mér í þessu námi mínu til að "þetta-reddast" heilkennið hafi bjargað íslensku þjóðinni frá því að verða enn geðveikari og þunglyndari en hún er, svo ég ætti kannski ekki að kvarta... held að 8000 gleðipillur á dag séu alveg nóg...

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Allt í einu er lífið svo ósköp yndislegt...

Já, eftir að hafa verið í frekar úldnu skapi síðustu daga og vikur er ég skyndilega full jákvæðni og bjartsýni - skólinn er loksins byrjaður svo ég ligg ekki heima og mygla og hef samviskubit yfir leti minni, janúar er allt í einu alveg að verða búinn og þrátt fyrir að ég eigi enn ólokið milljón hlutum sem ég þarf að gera í janúar þýðir það bara að ég get ekki frestað þeim mikið lengur og þar með að bráðum verð ég líklega búin að þeim ;) og sambandsleysi mitt við umheiminn og vini mína virðist vera á enda í bili, svo að ég er ekki lengur Palli einn í heiminum... já, það er alveg ágætt að vera til!