miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Ég og Megas

...erum búin að sitja á CBS í allan dag og læra. Þ.e.a.s frá því um ellefu í morgun. Mér tókst samt að fara á fætur klukkan níu (sem telst afrek á mínu heimili, já) en fór ekki út úr húsi fyrr en svona hálf ellefu. Veit ekki alveg hvað tók svona langan tíma; jú, laga kaffi, tjónka við hárið á mér (sem er óvenju viðskotaillt þar sem ég hef ekki farið í klippingu nema hjá sjálfri mér í hálft ár), drekka te, borða morgunmat, sækja dótið sem ég var að vinna í skólanum í gær af netinu og vista í tölvuna mína (ekkert net á CBS - ein af ástæðunum fyrir hvað er gott að læra þar!), fara inn á politiken.dk og reyna að botna eitthvað í úrslitum kosninganna frá í gær (sem gengur illa... skil ómögulega af hverju forsætisráðherran sleit stjórnarsamstarfi og boðaði til nýrra kosninga úr því að ríkisstjórnin ætlar svo bara að sitja áfram - með 5 þingmönnum veikari meirihluta en áður! bara eyðsla á tíma og peningum, suss), ráðfæra mig við netbankann um það hvort ég hafi efni á að kaupa mér mánaðarkort í kick-box tímaog koma mér út úr húsi... jú, kannski þetta allt saman geti alveg tekið einn og hálfan tíma?

En ritgerðin mín "Theories of globalization and cultural hybritidy: reflecting on McDonald's in Hong Kong" fer allavega bráðum að verða tilbúin, svo að einhver hefur dugnaðurinn veriðí dag, enda er það eins gott þar sem ég á að skila klukkan 14 á morgun. Verður góð tilfinning að hafa lokið fyrsta verkefninu hér af :)

Annars er það helst í fréttum að við erum að fara að flytja um næstu mánaðamót, og verðumþá vonandi komin með fastan samastað út Danmerkurdvölina... þá er bara að heimsækja IKEA ogsjá hversu miklu innbúi maður hefur efni á ;)

PS. já, ég og Megas erum alveg að ná saman þessa dagana, en ef einhver þarna úti á Botnleðju coverið af Reykjavíkurnætur og langar að deila því með mér yrði ég voðalega glöð :)

PPS. Urr, ég hata strætó!

mánudagur, nóvember 05, 2007

Ein føroyskur postur

Nú hevi eg sitið og lært føroyskt allan dagin og tá er tað ikki so lætt at fara aftur at hugsa á íslendskum. So tið mugu bara royna at orsaka meg... og kanska læa lítið eitt at teimum undarliga málinum ;)

Eg hevi rættiliga mátt vera dúglig í dag, tí hesar síðstu dagar hevi eg havt nógv so mikið stuttligt at fáast við. Hóskvøldið fóru vit at síggja ein íslendsk sjónleik í teimum norðatlantska samkomuhúsinum; Mr. Skalla-Grímsson, sum hevur verið spælt í Borgarnesi tey síðstu tvey árini. Tað var púra stuttligt, hasin Benedikt Erlingsson var rættiliga skemtingarsamur og vit fengu læið ærliga :D Fríggjakvøldið var tað sum danir nevna J-dagin og tá vildu vit fara á onkran pub ella nakað soleiðis og síggja tá ið teir koma við teimum nýggja Tuborg jólaølinum (tað skal vera nakað heilt merkiligt). Men fyrst skuldu vit heim til Ketils sum hevdi boðið okkum at eta við sær. Har fingu vit etið hesa góðu chili súpan og drukkið nakað øl... og so drukkið nakað meira øl og tosað við teimum øðrum vinum hansara sum eisini vóru har... og so fingu vit ikki farið harfrá fyrren klokkan var eitt ella hálvgum tvey og tá var tað fullseint fyri nakað pub crawl. Men tað var tó eisini stuttligt har :)

Leygardagin svav eg... og so fingu vit sæð onkrar filmir leygarkvøldið. Sunnudagin vildi eg gjarna læra nakað, men tímdi bara ikki at byrja :/ Men í dag gekk tað tó betri :)

Ja, so hevi eg skrivað nakað á føroyskum fyrstu ferð! Maður má jú royna at hyggja at hvat maður kann ;)

föstudagur, nóvember 02, 2007

Eru þá að koma jól?

Ég varð náttúrlega að taka mér smá verðskuldaða pásu eftir allt bloggbrjálæðið þarna snemma í október, er það ekki? ;)

Annars endaði bloggkeppnin mikla nú eiginlega bara með jafntefli, fannst ekkert gaman að halda áfram að dæla inn færslum eftir að Hjalti hafði opinberlega gefist upp! ...og nennti því kannski ekkert heldur... Þannig að í staðinn fyrir að annað hvort okkar splæsti bjór á hitt keyptum við bara fullt af áfengi í sameiningu og fórum á ógurlegt fyllerí, ásamt Virpi og Kaisu... og það á sunnudagskvöldi! ;) Það var hressandi, þrátt fyrir að dagurinn þar á eftir hafi verið einkar óhress. Ég var næstum búin að gleyma hvað er vont að vera þunnur, úff púff. (Og já, Hjalti, ef þú lest þetta máttu segja Virpi að ég er komin með Facebook svo hún getur leitað að mér þar...) En við gerðum nú líka marga gáfulega hluti, við fórum til Tallinn og í Suomennlinna (sem er virki á eyju, mjög töff), og í skemmtigarðinn Linnanmäki og á Nutor forum í Kangasala, þar sem ég lærði að juggla og búa til blöðrudýr og var trúður á grímuballi.

Morguninn eftir að ég sneri aftur frá Finnlandi kom Hafdís í heimsókn, við rændum Birnu úr dönskuskólanum og héldum stelpu-náttfata-chill-partý alla helgina :D Birna fór aftur til Íslands á sunnudegi en Hafdís var fram á þriðjudag og við afrekuðum m.a. að finna konungshöllina og Litlu Hafmeyjuna í kolniðamyrkri, horfa á agalega hryllingsmynd og mæla götur miðbæjarins meðan við óskuðum þess að við værum ríkar og gætum keypt allt sem okkur langaði í... ;)

Á miðvikudeginum komu foreldrar mínir og litlu systur í heimsókn og voru fram á sunnudag, dröslaði þeim m.a. líka að skoða konungshöllina og Litlu hafmeyjuna - úff, hvað ég er hugmyndasnauð greinilega - að þessu sinni reyndar í dagsbirtu. Svo fórum við á tilraunasetrið (Eksperimentarium) í Hellerup og á náttúrugripasafn Háskólans, elduðum Flæskesteg og bökuðum köku, þvældumst í "nokkrar" búðir og heimsóttum elstu krá Kaupmannahafnar.

Ég er sem sagt búin að vera ógurlega upptekin, við eitthvað allt allt annað en duglegir námsmenn eiga að eyða tíma sínum í. Eftir rúmlega tveggja vikna extended haustfrí hefur þessi vika að mestu farið í að gíra sig inn á að vera ekki lengur í fríi og með gesti, heldur vinna fyrir námslánunum sínum. Dugnaðurinn er svona smám saman að snúa aftur, og ekki veitir af...

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað í ósköpunum titillinn á færslunni hafi með þetta allt að gera, þá er svarið við því eiginlega barasta ekki neitt. Hún fór bara óvart að fjalla um eitthvað allt annað en hún átti upphaflega að gera. Humm...

En í dag er sem sagt J-dagurinn, einn af helstu hátíðisdögum í Danaveldi, en þá fer jólabjór Tuborg í dreifingu. Magasin du Nord er líka búið að setja upp jólaljósin, og í flestum matvöruverslunum er búið að leggja 1-2 rekka undir jólapappír, litla jólasveina, jóladagatöl og gylltar stjörnur. Það eru sem sagt að koma jól, eftir 53 daga, og maður verður víst að gjöra svo vel að gera sér grein fyrir því, svona inn á milli þess sem maður les sér til um óríentalisma og kyntengdar sjálfsmyndir í tónlist, skrifar ritgerðir, tekur viðtöl, leitar að heimildum um glókaliseringu og fankúltúr og reynir að berja færeyska framburðinn inn í hausinn á sér.
Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? ;)