miðvikudagur, september 20, 2006

Traríræ

Hleðslutækið að símanum mínum er enn týnt. Alvarlega farin að hugsa um að kaupa nýtt. Þá verð ég samt búin að eyða næstum jafn miklum pening í ný hleðslutæki og síminn sjálfur kostaði í upphafi (afleiðing þess að hafa einu sinni átt kanínur) sem er soldið súrrealískt. Kannski maður fái sér bara nýjan síma...

Búin að skila krotverkefninu, á eftir áætlun að sjálfsögðu, en það virtist nú samt ekki vera svo mikið mál... Yndislega líbó þessir kennarar í þjóðfræðinni :D Nú bíð ég bara með hjartslátt eftir því að fá það til baka, er svo spennt að sjá hvernig tókst til! (jams, ég veit ég er nörd en þegar maður er búinn að leggja svona mikla vinnu í eitthvað þá langar mann óneitanlega að sjá hvort það var eitthvað vit í því sem maður var að gera...) Þá getur maður kannski farið að sofa á nóttunni í stað þess að læra fram á morgun í Odda, sem mér finnst nú reyndar alltaf indælt, alltaf notalegt að sjá að maður er ekki eina sækó manneskjan á svæðinu ;)

Mig langar samt alveg ógurlega að djamma um helgina, er boðið í partí bæði föstudag og laugardag en þarf víst að fara snemma heim og mæta í vinnu daginn eftir... nema maður láti skynsemina bara lönd og leið og gleymi því að maður sé orðinn of gamall til að mæta þunnur í vinnuna, sjáum til...