sunnudagur, september 24, 2006

áfram heldur efinn uppi skæruhernaði

Morgunmatur dagsins: Svart te og ristað brauð með osti og sultu.

Af einhverjum ástæðum leiddi matseðillinn til þess að mér varð mjög sterklega hugsað til enskunámskeiðs í Margate á Englandi sumarið 1999. Þar lærði ég að borða franskbrauð með sultu, segja "McDonalds" með frönskum hreim, dansa við Livin' la Vida Loca, spila pool, mæma Britney Spears, læra í almenningsgörðum og fá stráka til að kaupa handa mér ís. Það eina sem ég minnist þess að hafa lært í ensku aftur á móti er röð lýsingarorða, og hana man ég varla lengur.

Vinnuhelgar eru lengi að líða....