laugardagur, júlí 15, 2006

It's a rainy day but I'm not down

Þetta blogg er farið að líta soldið út eins og ég hafi ekkert gert annað í sumar en að vera full og skandalast. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa neitt um það þó að ég hafi djammað í alla nótt, þið gætuð farið að missa ykkar góða álit á mér ;)

Í dag er ég aftur á móti sannarlega búin að vera dugleg. Ég er búin að reikna það út að ég þarf að lesa eitthvað um 770 síður af gáfulegum bókum og bókarköflum áður en ég fer til Gotlands. Like that's ever gonna happen... ég get allavega horft á bækurnar. Og ein þeirra er bara nótur svo að það er víst spurning hvernig fer með "lestur" á henni. Síðan var víst einhver að tala um eitthvað veggjakrotsdæmi, hmm... sumaráfangar eru alltaf yndi.

Gæti kannski verið gott næsta skref að gera eitthvað annað við þessar blaðsíður en telja þær...?