þriðjudagur, júlí 25, 2006

næturvaktir aftur... foj

Jæja, þá heyriði frá mér á ný... er einfaldlega búin að vera of bissí við að plana útlönd, (þykjast) vera dugleg að læra, vinna, rífast yfir vinnutímunum mínum (eða skorti á þeim), hitta fólk (sérstaklega Mörtu sem er nú farin til Kraká á ný), drekka í miðri viku og safna mýbitum til þess að nenna að skrifa neitt.

En nú hef ég sem sagt bætt úr því!

Lifi annars svo miklu lúxus lífi þessa dagana að ég er búin að láta bjóða mér út að borða tvö kvöld í röð, í gær fór ég á Silfrið (nýjan veitingastað á Hótel Borg) með stelpunum úr vinnunni þar sem við fengum complimentary máltíð og drykki - mjög flottur staður ef þið viljið fara fínt út að borða get ég sagt ykkur og þjónustan var frábær! skil ekki alveg hvernig grey þjónninn höndlaði okkur en hann gerði það með miklum stæl... þá er ég allavega búin að auglýsa smá, sem er auðvitað tilgangurinn með þessum kynningarferðum er það ekki ;) Í kvöld fór ég svo með familíunni á Ruby Tuesday og kom mér í raun á óvart hvað það var nice staður, hef reyndar alveg heyrt góða hluti um hann en aldrei farið sjálf. Engin kynningarræða um hann enda þurftum við sjálf að borga fyrir matinn þar! ;) en jæja, nú er ég hætt, engin súper blogg færsla veit ég en heldur þó allavega smá lífi í síðunni, ekki eruð þið lífleg í kommentunum allavega! en kannski ekki nema von þegar ég skrifa svona tóma steypu...