mánudagur, júlí 31, 2006

We're not blind, we are kokos!

Vá, skyndilega er ég bara að fara til Svíþjóðar í ÞESSARI VIKU... hvert fór sumarið eiginlega? Ég er búin að panta sól og 25 stiga hita, má ekki minna úr því að maður missir af fyrstu verslunarmannahelginni í mörg ár með almennilegu veðri. Reyndar er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem ég þekki engan sem er að fara á þjóðhátíð! bara allir að vinna eða í bænum - eða í útlöndum, sem er nú náttúrulega lang mest fjör ;)

Er annars núna enn og aftur að vinna næturvaktir, pirrpirr... hugga mig við að eiga þó allavega helgarfrí, enda var helgin frábær :D fór í bæinn með Dísu á föstudagskvöldið og endaði á einhverjum mjög dularfullum bar sem ég vissi ekki einu sinni að væri til, en í góðum félagsskap lætur maður nú hafa sig út í ýmislegt... ;) á laugardaginn var svo brunað að Flúðum í kveðjupartí Hjalta þar sem ég kynntist níu mjög hressum youth workerum frá fimm löndum, drakk tékkneskan kanilvodka, átti langt trúnaðarsamtal á þýsku og margt fleira skemmtilegt :D Á sunnudaginn lét ég svo múta mér til að fara með sjálfboðaliðahópnum í sight seeing um Gullfoss og Geysi (ágætis lækning við þynnkunni!) og Hjalti splæsti pylsum með öllu á okkur á Selfossi... hvort sem þið trúið því eða ekki þá var þetta í alvöru í fyrsta sinn sem ég borða "eina með öllu", set venjulega aldrei remúlaði á pylsur... en jæja ;) fór svo í bíó um kvöldið, sem reyndist þó vera þrautin þyngri, fórum í heil þrjú bíóhús áður en við fundum eitthvað sem við gátum hugsað okkur að sjá...! þetta kallast líklega einbeitt viðleitni :)

Megið alveg láta mig vita hvort ég er bara að tala við sjálfa mig hérna, starting to feel a little lonely in here... :o