miðvikudagur, júlí 12, 2006

Marta er komin til Íslands :D

Jah, ég er ekki alveg að standa mig í blogginu þessa dagana. Verð bara að vona að ég sé duglegri á öðrum sviðum. Ég er allavega að reyna... ;) og svo, þökk sé Óla, er loksins komið net heim til mín :D svo að ég get farið að blogga á fleiri stöðum en í vinnunni... ;)

Ég veit annars ekki alveg hvað er að gerast með mig... Ég áleit alltaf að helsti styrkleiki minn í vinnunni væri sá að ég væri með á nótunum varðandi gestina og stæði mig best í þjónustu-hluta starfsins, en allt í sambandi við bóklegu hliðina lægi verr fyrir mér, bókanir og reikningar og gáfuleg email... Síðustu daga er ég aftur á móti sífellt að standa mig að því að klúðra einhverjum gesta málum, senda fólk í vitlaus herbergi, muna ekki stundinni lengur hver var að spyrja um hvað, gleyma að bóka ferðir sem ég var búin að lofa að bóka og eitthvað svona - meðan ég er alveg að brillera í bókunar- og bókhaldsmálum! Ég held því fram að þetta sé Skjaldbreið sem sé að fara svona með mig, þar er sem sagt skrifstofa hótelanna og þar gerast allir gáfulegir "bak-við-tjöldin" hlutir... svo að skipulagsmálin soga úr mér allan kraft og ég geri heimskuleg mistök í frontinu í staðinn. Eða kannski er ég bara minni "people-person" en ég hélt og er best geymd inni á skrifstofu...?

Annars VERÐ ég bara að senda hamingjuóskir til Þóris bróður míns (sem les nú reyndar ekki þetta blogg svo að kannski er ég bara frekar að monta mig af honum!) - en hann komst í dag inn í Kvikmyndaskóla Íslands (sem er víst allt annað en auðvelt) og mun því eyða næstu 3-6 árum í að læra að verða kvikmyndagerðarmaður :D nú er bara að auglýsa eftir leikurum í væntanleg verkefni hans, eru ekki allir til?!