föstudagur, júlí 07, 2006

dugnaður og djamm

Lendið þið stundum í því að það eru svo margir hlutir sem þið eigið að vera að gera að þið skríðið bara undir sæng og breiðið upp fyrir haus til að þurfa ekki að ákveða á hverju þið eigið að byrja? Það er búið að vera svoldið svoleiðis hjá mér síðustu daga... Eftir hálfan dag undir sæng ákvað ég samt að hætta þessum aumingjaskap og fara að gera eitthvað af viti. Og það gengur nú bara ágætlega, allavega er stofuborðið mitt núna undirlagt af bókum með titla á borð við “Anthology of medeaval music”, “An Introduction to Gregorian chant” og “History of church music: from gregorian chant to black gospel”, ég er búin að flokka 53 veggjakrotsdæmi og taka eitt viðtal, hanna snið að miðaldakuflum, lesa tvær gáfulegar greinar og ráðskast í stjórnarstörfum... Mér líður nánast eins og skólinn sé byrjaður aftur – og það er bara góð tilfinning :D hehe...

Og þá er komið að næsta atriði á to-do-listanum, sem er að blogga um síðustu helgi! Betra seint en aldrei og hún á allavega sannarlega skilið eins og eina bloggfærslu ;) Hvernig getur helgi sem inniheldur sýningu á flestum flottustu hestum landsins, æsispennandi úrslit, nóg af áfengi, bjartar sumarnætur, allt of lítinn svefn, ball með Pöpunum, trúnaðarsamtöl með furðulegasta fólki (og um furðulegustu málefni!) og indæla útihátíðarstemningu – mögulega verið annað en frábær :D Ég skemmti mér allavega konunglega. Frænka mín spurði mig þegar ég var að pakka niður af hverju ég hefði verið að hafa fyrir því að tjalda þar sem ég hefði ekkert sofið í tjaldinu alla helgina! Það var nú reyndar ekki satt hjá henni, ég lagði mig þar alveg einn daginn, svona einhvern tíman kringum hádegið ;) en þeim litla hluta helgarinnar sem ég varði í svefn var eytt á furðulegum stöðum... afrekaði samt ekki að drepast í hauggám eins og strákurinn sem við gengum fram á eina nóttina :/ hann var í frekar “djúpum skít” greyið... tókst samt að týna öllum smokkunum sem Ingunn gaf mér, hún sem var hörð á því að ég ætti að hösla :p en það kom nú kannski ekki að sök, djammið var gott samt sem áður ;D

Hvað er annars málið með fólk að fara til Spánar... mig langar líka til sólarlanda, eins gott að það verði sól í Svíþjóð! ;)

ps. ég geri mér grein fyrir því að ofnotkun mín á brosköllum er alveg að fara út fyrir alla skynsemi, þetta er bara svo voðalega broskallalegt sumar hjá mér eitthvað :D