fimmtudagur, maí 25, 2006

Þjóðminjasafnið, kettlingur og Dracula

Synda að segja að ég hafi ekki nýtt eina frídaginn í vikunni vel ;) Fór á þjóðminjasafnið með Bryndísi (alltaf frítt á miðvikudögum) og við vorum þar í rúma tvo tíma! þetta er nú óneitanlega soldið flott safn... fékk reyndar smá kast þegar einhverjir túristar kveiktu á margmiðlunarskjáunum á ensku, leið eins og ég væri komin aftur í tíma í norrænni trú. En já, svo fór ég í Kringluna og eyddi pening, hesthúsið að stjana pínulítið við hann Víðar minn (sem var nú ekkert of hrifinn af því svo sem, held að hann sé frekar hársár :p) Og á meðan tókst mömmu minni að auka við kattaeign fjölskyldunnar, hún heitir Lotta og ég er að hugsa um að ræna henni... :D

Svo lá leiðin á tónleika hjá Snælandsskólakórunum um kvöldið... þegar maður er vanur jafn brjáluðu kórstarfi og ég er búin að vera í síðustu árin vill það gleymast hvað það er í rauninni mikið kraftaverk að fá 50 krakka á aldrinum 8-12 ára til að standa kyrr í tvo klukkutíma, þegja á réttum stöðum og syngja öll í einu... Hefðu samt líklega betur sleppt þessum Ceremony of Carols köflum sem þau tóku, það eru nú einu sinni 7 mánuðir til jóla! En líklega er það nú samt bara snobb í mér...

Í stað þess að fara snemma að sofa og safna kröftum fyrir vinnuhelgina glápti ég svo á Dracula og borðaði pizzu með Óla fram á nótt... Vildi að ég væri ekki svona mikill nátthrafn, þá væri ég allavega ekki svona mygluð í vinnunni alltaf.

Ég er ekki frá því að þetta sé lengsta bloggfærsla mín í langan tíma... húrra fyrir því eða hvað?