sunnudagur, maí 28, 2006

Tvö blogg á dag koma skapinu í lag ;)

Já ofurdugleg að blogga um fánýta hluti þessa helgina...

1. Aldrei í lífi mínu: skal ég framar drekka tequila.
2. Þegar ég var fimm ára: átti ég bara eitt systkini.
3. Menntaskóla árin voru: vakning.
4. Ég hitti einu sinni: mann sem hélt því fram að hann væri Díana prinsessa endurborin. Það var scaery!
5. Einu sinni þegar ég var á bar: týndist ég í Kraká þegar ég fór að kaupa kebab.
6. Síðastliðna nótt: svaf ég vært… ekkert krassandi á ferð þar ;)
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verð ég líklega að biðla til organistans í Neskirkju um að fá að æfa mig þar.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: hillur með hræðilegu óskipulagi sem ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fikta í.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: Rós, bilað sjónvarp og straujárn.
10.Þegar ég verð gömul: verð ég vonandi sátt við það sem ég hef afrekað í lífinu.
11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég búin að skrá mig í lögfræðina.
12. Betra nafn fyrir mig væri: erfitt að finna, ég er nú bara nokkuð sátt við nafnið mitt!
13. Ég á erfitt með að skilja: hvernig hægt er að vera dónalegur og leiðinlegur við einhvern sem maður þekkir ekki og hefur ekkert gert manni.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég er stundum feimin við þig.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í þínum vinahóp er: ehm… Cilia líklega, þó ég hafi ekki þekkt hana þegar Karitas fæddist. En annars geta Silja og Telma keppst um titilinn ;)
16. Farðu eftir ráðum mínum: og ekki drekka tequila.
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: AB drykkjarjógúrt með jarðaberjabragði.
18. Afhverju myndir þú hata mig: hmm… þú þyrftir nú að gera mér eitthvað verulega illt til þess… líklega yrði mér samt frekar illa við þig ef þú myndir fara á bak við mig með eitthvað mikilvægt eða svíkja mig á annan hátt.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: brúðguminn myndi ekki mæta!
20. Heimurinn mætti alveg vera án: fólks sem sér bara eina hlið á hverju máli.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: úff mér dettur ekkert í hug!
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: neibs, dettur ekkert í hug hérna heldur, hugmyndaflugið er í helgarfríi…
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: af því að ég hef metnað fyrir því.
24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: raunsæjar.