þriðjudagur, mars 21, 2006

Murr...

Mér er illa við banka. Alla banka. Í raun er mér mjög illa við peninga yfirleitt. Og allt sem tengist þeim. Fólk er svo mikil fífl þegar kemur að peningum. Mig langar að nota peningana mína til að lifa lífinu, ekki eyða lífinu í það að eignast peninga. Murr...

Þetta var sem sagt speki dagsins.

Annars er það helst í fréttum að litli bróðir minn er farinn að blogga. Unglingablogg eru skondin fyrirbæri. Og raunar blogg yfirleitt. Við erum öll skondin.

Ef ekki væri fyrir óbærilegan léttleika tilverunnar gætum við hætt að gera okkur lífið svona erfitt og farið að hugsa um það sem skiptir máli. Sem er í rauninni ekki neitt. En það er víst einmitt það sem er svo óbærilegt...

Speki dagsins á sér engin takmörk. Þetta kemur að því að sofa of mikið og læra of lítið. Heilinn fer í hringi af ofhleðslu og lítilli notkun. Murr...