fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún á afmælí dag...

Próftafla vorsins er komin - próf 29.apríl, 8.maí og 15.maí. Gæti ekki mögulega dreifst meira, pæling hvort það er gott eða vont...

Annars er ég líka að reyna að finna mér hentug námskeið fyrir næsta ár... enn sem komið er líst mér best á þetta:

(haustönn)
Latína I - 05.27.01
Biblían og litúrgísk latína - 05.27.24
Hugtök og miðlun sögu - 05.60.13
Hátíðir, leikir og skemmtanir - 10.10.47

(vorönn)
Latína II - 05.27.08
Söfnun þjóðfræða - 10.10.65

Vantar svo náttúrulega meira á vorönnina, þarf nú kannski ekki að ákveða það alveg strax ;) Inngangur að samberandi tónlistarfræði virðist ekki hafa komist í gegn :/ og það er boðið upp á alveg fáránlega fá námskeið í latínu, miðað við netið allavega :( en haustönnin allavega lítur bara vel út held ég, allt saman góð og nauðsynleg námskeið fyrir verðandi vitleysinga ;)

Jams, þið afsakið þennan væntanlega leiðinlega póst, er eitthvað að einhverfast í vinnunni eins og venjulega... Annars er ég að fara í sumarbústað á morgun :D vona bara að veikindin sem ég vaknaði með í morgun komi ekki með!

Fyrstu afmælisbörn marsmánaðar: Halla, sem varð tvítug 1.mars og ÉG ;) sem varð 21.árs í morgun...