sunnudagur, mars 26, 2006

Segið mér eitt...

Af hverju eru sunnudagar alltaf miklu lengur að líða en laugardagar... allavega er það þannig hjá mér í vinnunni!

Hvað segiði annars um það að ég segi upp vinnunni minni næsta haust og gerist aumingi og námsmaður og lifi á lánum? Skrái mig í alltof margar einingar sem ég mun pottþétt samt ekkert eyða meiri tíma í að sinna og leyfi félagsstarfinu að gleypa mig svona einu sinni? Eða á ég kannski bara að fara í lögfræði?

Þetta er erfitt val.

Ég fékk annars mjög sorglegar fréttir í morgun :'( svo ég kvóti Kristrúnu - life is so unfair...

Ég er að hugsa um að skipa ykkur að kommenta í enda hverrar færslu, það virðist allavega virka ;)