þriðjudagur, mars 07, 2006

Lélegt skipulag í fortíð, nútíð og framtíð

Ég eyddi morgninum mínum í að klára ferilskrána sem ég byrjaði á í Vinnulaginu í fyrra. Hún er samt ekki alveg tilbúin. Það er erfitt að koma flókinni fortíð sinni í skipulegt horf sem passar á helst ekki meira en tvö A4 blöð.

Geri samt ekki ráð fyrir að þurfa á henni að halda alveg á næstunni. Ætla að reyna að halda í núverandi vinnuna mína allavega þangað til í haust og helst lengur og þangað til ég er búin að finna út úr því hvernig ég fer að því að ljúka miðstigsprófinu á píanó get ég víst ekki sótt um í Tónskóla Þjóðkirkjunnar svo að ég held bara áfram að velja mér námskeið fyrir næsta ár.

Það væri annars nokkuð sterkur leikur að fara einhverntíman að læra heima...