þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Episke Strukturer og fleira

Ég komst annars að ýmsu sniðugu um sjálfa mig þessa síðast liðnu viku og gerði marga gáfulega hluti. Hlustaði á Kardemommubæinn, las Ronju Ræningjadóttur (aftur), komst algerlega inn í sálarkreppur og ástamál galdrastelpnanna, bakaði köku með bláum glassúr, fór í hákarlaleik í sundi, fór í hengimann og rifjaði upp hvað mér fannst alltaf leiðinlegt að þurfa að lita myndirnar í skólabókunum mínum þegar ég var lítil. Meðal gáfulegra hluta sem ég gerði aftur á móti ekki var að lesa f*** Episke Strukturer.

En já, ég komst sem sagt líka að því að húsverk eru alls ekki svo leiðinleg. Það getur meira að segja verið þolanlegt að þurrka glös og hengja upp á snúru. Gæti samt aldrei gerst heimavinnandi húsmóðir nema koma mér upp samviskusömum eiginmanni eða góðri barnapíu fyrst, svo að ég kæmist út reglulega. Meika ekki að hitta engann nema spegilmyndina og börnin.

Sé að ég hef misskilið þetta seinna klukk eitthvað. Var búin að gera listann og allt þegar ég komst að því. Ætla samt ekki að setja hann inn, komst nefnilega líka að því þegar ég var búin að fylla hann út að ég er orðin frekar þreytt á þessum endalausu listum. Svo að þið fáið ekki að vita í hverju ég er, eða hvaða lag ég er með á heilanum. Greyin...

Muniði eftir "Auf rechtem Weg"? ég sakna þeirra gömlu góðu daga og sé eftir að hafa aldrei valið "Die schiefe Bahn"... og eignaðist heldur aldrei Lada Sport, ach, ach!