mánudagur, nóvember 07, 2005

Vom Balkon fliegen leere Pullen...

Enn og aftur hefur sannað sig að næturlíf Reykjavíkur skilar sér best með hæfilegt magn áfengis innanborðs. Og Eyrarbakki er nú ekki svo slæmur heldur ;) Allavega heppnaðist vísindaferð síðasta föstudags hörkuvel og ég kynntist/hitti fullt af áhugaverðu fólki; hressu og söngelsku fornleifafræðinemarnir Jórunn og Karólína, nokkrir hressir verkfræði- og stærðfræðinemar sem leyndust á Celtic Cross (og ég man því miður illa nöfnin á), fleiri fornleifafræðinemar að nafni Guðmundur og Jói sem joinuðu mér á Nonnabita og fyrrum kórfélagi minn, Hugrún og hinn ofurdrukkni kærasti hennar Helgi, að ógleymdum öllum hressum samnemendum - settu svip sinn á vel heppnað kvöld :D