fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Líf mitt í sex fjórðu

Urr... illa fólk, verið duglegri að kommenta! eða er ég bara að tala við sjálfa mig hérna? kannski ekkert að því svo sem...

Hitti Örnu í strætó í dag. Það var gaman. Alltaf svolítið sérstakt að hitta fólk sem maður er eiginlega búið að gleyma að sé til. Endurnýjar ávallt trú mína á hughyggjukenningum Berkleys...

Fékk "Vegir liggja til allra átta" á heilann í strætó upp úr þurru, tókst að útrýma því með "Blessuð sértu sveitin mín" en var svo skyndilega farin að raula "Ave Verum"... ákvað þá að það væri kominn tími til að hlusta aftur á Frændkórsgeisladiskinn. Það virðist hafa virkað, allavega er ég bara með "Nothing Else Matters" á heilanum núna, sem er auðvitað mun heilbrigðara.

Frasi dagsins : “Would your girlfriend mind if I bought you a drink?” Dating advise á msn.com er endalaus uppspretta gleði.

Og að lokum, hið steiktasta blogg sem ég hef séð lengi... verðskuldar ekki sess á listanum en gæti engu að síður glatt ykkur sem hafið jafn lítið að gera og ég ;) http://www.blog.central.is/fireworks