föstudagur, nóvember 11, 2005

Skammtafræði

Fór á lifandi bókasafn áður en ég mætti í vinnuna og leigði mér bók um átraskanir. Hún hét Erla og var mjög hress og skemmtileg.

Samviska mín er klofin í tvennt. Annars vegar hef ég samviskubit yfir því að vera beiler og svara ekki þessum listum sem allir eru að reyna að leyfa mér að vera með í... hins vegar yfir því að leyfa endalausum listum að útrýma öllum þeim gáfulegu pælingum sem annars myndu fylla þessa síðu. Svo ég hef ákveðið að fara bil beggja og svara þessu í skömmtum.

Klukklisti Bryndísar
núverandi tími: 16:17
núverandi föt: Svört stígvél sem mamma keytpi í Dublin, röndóttir sokkar sem mamma keypti líka í Dublin, nylon sokkabuxur af verstu gerð, vinnupilsið mitt, bleikur bolur og bleik (en samt ósamstæð) nærföt. Ætti líka að vera í jakka í stíl við pilsið en það er allt of heitt hérna inni.
núverandi skap: Margrætt... sveiflast milli myglu, pirrings og kaldhæðnislegs hressleika. Jams, ég er margklofinn persónuleiki...


Bendilisti Óla
1. Hvað er klukkan? 16:17
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? stúlka Ísleifsdóttir. Er nafnið manns yfirleitt á fæðingarvottorðinu?
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Sigrún, eða Sísa... var einu sinni alltaf kölluð Sigrún Ísleifs en það hefur mikið minnkað.