fimmtudagur, október 20, 2005

Get ekki og vil ekki

Það er ekkert að ganga hjá mér að ráða niðurlögum leti minnar. Nenni bara ekki að hætta að vera löt... ekki í bili allavega.

En hvað um það, hún Cócó kitlaði mig, og þar sem ég er hræðilega kitlin verð ég núna að tjá ykkur fimm hluti sem ég get ekki eða vil ekki gera. Svo...

1. Ég vil ekki - fara til tannlæknis, þar sem mér er mjög illa við tannlækna. Eiginlega með hálfgerða fóbíu. Verð samt að fara að gera það, þar sem ég hef ekki farið í meira en þrjú ár.
2. Ég get ekki - fengið hárið mitt til að haga sér. Ég er löngu búin að komast að þeirri niðurstöðu að það er betra að kúra lengur og mæta í skólann með úfið hár, en að eyða morgninum fyrir framan spegilinn og mæta samt með úfið hár.
3. Ég get ekki - bakað marengs, hann fer alltaf í klessu og klístur, en það er allt í lagi, þar sem að mér finnst marengs oftast vondur.
4. Ég vil ekki - búa úti í buskanum, þ.e.a.s. í Kópavogi. Það er bara svo dýrt að leigja niðri í bæ! :( Hlakka til að komast einhverntíman að á stúdentagörðunum...
5. Ég get ekki - ákveðið hvaða fag ég ætla að taka með þjóðfræðinni og enn síður hvað ég ætla að gera eftir BA-próf (ef við gefum okkur það að ég nái því), og reyni almennt séð að forðast það að hugsa um lífið eftir háskólann...

Nú á ég víst að kitla fimm aðra, en þar sem ég kom mér aldrei í að klukka neinn ætla ég að gera gott betur og kitla tíu stykki : Bryndís, Kristrún, Lóa, Dísa, Anna Guðrún, Hjalti, Edda, Joke, Marta og Kristján! Verði ykkur að góðu ;)