miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Ég og Megas

...erum búin að sitja á CBS í allan dag og læra. Þ.e.a.s frá því um ellefu í morgun. Mér tókst samt að fara á fætur klukkan níu (sem telst afrek á mínu heimili, já) en fór ekki út úr húsi fyrr en svona hálf ellefu. Veit ekki alveg hvað tók svona langan tíma; jú, laga kaffi, tjónka við hárið á mér (sem er óvenju viðskotaillt þar sem ég hef ekki farið í klippingu nema hjá sjálfri mér í hálft ár), drekka te, borða morgunmat, sækja dótið sem ég var að vinna í skólanum í gær af netinu og vista í tölvuna mína (ekkert net á CBS - ein af ástæðunum fyrir hvað er gott að læra þar!), fara inn á politiken.dk og reyna að botna eitthvað í úrslitum kosninganna frá í gær (sem gengur illa... skil ómögulega af hverju forsætisráðherran sleit stjórnarsamstarfi og boðaði til nýrra kosninga úr því að ríkisstjórnin ætlar svo bara að sitja áfram - með 5 þingmönnum veikari meirihluta en áður! bara eyðsla á tíma og peningum, suss), ráðfæra mig við netbankann um það hvort ég hafi efni á að kaupa mér mánaðarkort í kick-box tímaog koma mér út úr húsi... jú, kannski þetta allt saman geti alveg tekið einn og hálfan tíma?

En ritgerðin mín "Theories of globalization and cultural hybritidy: reflecting on McDonald's in Hong Kong" fer allavega bráðum að verða tilbúin, svo að einhver hefur dugnaðurinn veriðí dag, enda er það eins gott þar sem ég á að skila klukkan 14 á morgun. Verður góð tilfinning að hafa lokið fyrsta verkefninu hér af :)

Annars er það helst í fréttum að við erum að fara að flytja um næstu mánaðamót, og verðumþá vonandi komin með fastan samastað út Danmerkurdvölina... þá er bara að heimsækja IKEA ogsjá hversu miklu innbúi maður hefur efni á ;)

PS. já, ég og Megas erum alveg að ná saman þessa dagana, en ef einhver þarna úti á Botnleðju coverið af Reykjavíkurnætur og langar að deila því með mér yrði ég voðalega glöð :)

PPS. Urr, ég hata strætó!