laugardagur, apríl 22, 2006

Hausverkur, æjæjæj

Oh, ég ætla að vera svo dugleg í sumar - dugleg að borða hollan mat, vakna snemma, ganga á fjöll, vera úti og fá smá lit í kinnarnar, hjóla, koma mér í form, gera rannsókn, rækta sumarblóm, skrifa næsta Slæðing, láta mér detta í hug eitthvað sniðugt fyrir Þjóðbrók að gera næsta vetur og mála heima hjá mér...

Betra væri kannski að dugnaðurinn hæfist núna, svo ég hundskist nú til að skila þessari síðustu ritgerð af mér - og geti kannski, ólíkt hinni, prófarkarlesið hana áður en ég skila!

Sumarið mitt verður annars eitthvað skondið framan af, hótelið sem ég á að vinna á opnar skyndilega ekki fyrr en 1.júlí! svo að ég fæ að vinna afleysingar þangað til, spurning hvernig það kemur út.

Jæja, ég held það sé bara stór quiznos í kvöld og nóóóg af magic... laugardagskvöld í ritgerðarskrifum í Odda kallar ekki á neitt minna!