föstudagur, febrúar 09, 2007

Háskólapólitík og önnur heimska

Gerðist pólitískt þenkjandi í gær og fór á kosningavöku Háskólalistans. Tölur bárust ekki fyrr en um miðja nótt þegar lögreglan var búin að henda okkur út af Stúdentakjallaranum og voru lesnar upp á bílastæðinu framan við Gamla garð. Sá mér svo ekki fært annað en að sýna samstöðu og mæta í eftirpartý (sem partýhaldari kaus að kalla erfidrykkju Háskólalistans) og hjálpa fólki við að drekkja sorgum sínum. Var sem sagt ekki komin heim fyrr en fjögur. En það er svo sem í lagi þar sem ég ætla að vera arfaleiðinleg og nota restina af helginni í að læra. Þið hin sem ætlið að vera hressari um helgina megið hugsa fallega til mín ;)