mánudagur, febrúar 05, 2007

Svona til áréttingar

Held það sé kominn tími á að ég skrifi eitthvað jákvætt og uppbyggilegt svo að fólk hætti að halda að ég sé í einhverju þunglyndi.

Skemmtilegur hlutur númer eitt: Ég lét verða af því að downloada skype (*hvísl* allir að adda mér!) og notaði kvöldið í tilefni af því í þriggja tíma samræður við kærastann í Danmörku. You've gotta love technology :)

Skemmtilegur hlutur númer tvö: Á föstudaginn var þorrablót þjóðfræðinema... mikið fjör þó að það hafi reyndar eitthvað klikkað að dansa vikivakann. Notaði kvöldið í brjálaðar samræður við hina ýmsu aðila í staðinn, þar sem sagnfræði, Færeyjar, blóðskömm og framhjáhöld voru meðal umræðuefna. Þjóðfræðinemar eru snillingar.

Skemmtilegur hlutur númer þrjú: Í gær var svo fjólublátt þemapartý hjá háskólakórnum, og þar sem ég tek svoleiðis hluti að sjálfsögðu alltaf alvarlega mætti ég þangað fjólublá frá toppi til táar. Komið á msn ef þið viljið sjá mynd :D Kórfólk er að sjálfsögðu líka snillingar.

Þannig að lífið er s.s. nokkuð gott þrátt fyrir að inn á milli komi slæmir dagar ;)