fimmtudagur, apríl 19, 2007

Allt að verða vitlaust?

Það eru meiri fréttirnar sem maður fær að heiman. Var ekki laust við að ég fengi smá í magann þar sem ég sat í sakleysi mínu inni á bókasafni að læra og fékk sms um að Austurstrætið væri að brenna til kaldra kola. Pravda má reyndar brenna í helvíti fyrir mér, löngu kominn tími á að senda þann stað til andskotans, en verra með húsið :( Maður gerir sér samt eiginlega ekki grein fyrir eyðileggingunni fyrr en maður kemur heim og sér þetta með eigin augum. Úff púff.

Það er annars allt gott að frétta úr Danmörkinni, Kaupmannahöfn er ágæt og eiginlega langar mig ekkert heim! En maður verður víst að mæta í vinnu og eitthvað svoleiðis rugl... verð bara að láta mig hlakka til næsta veturs :)