laugardagur, desember 03, 2005

Hóhóhó... drekinn er snúinn aftur!

Það er allt að gerast hjá mér þessa dagana, en ég ætla ekki að segja ykkur neitt af því. Í staðinn ætla ég að deila með ykkur hjartnæmu samtali sem ég átti við bróður minn yfir matarborðinu á föstudaginn... :

Þórir: pizza með gulum baunum, iss, veit ekki hverjum datt það eiginlega í hug!
Sigrún: mér finnast nú gular baunir á pizzu mun gáfulegri hugmynd en ólífur...
Þórir: nei, ólívur eru náttúrulega klassík, ég meina, hvað væri Extra án ólífa?
Sigrún (grípur fram í): æt?
Þórir: þú veist, Extra mínus ólívur er bara svona grá og leiðinleg eitthvað, það er ekki fyrr en ólífurnar eru komnar á sem að hún verður flott!
Sigrún: já, reyndar, eina gagnið sem hægt er að hafa af ólífum er svona upp á lúkkið, mér hefur t.d. alltaf fundist Chicken Deluxe mjög flott pizza þó að ég gæti ekki hugsað mér að borða hana.
Þórir: Chicken Deluxe flott, ertu að grínast?
Sigrún: nei, ég meina, hún er svo litrík eitthvað: appelsínugult, grænt, svart og hvítt, kemur mjög vel út!
Þórir: annars heitir hún ekkert Chicken Deluxe lengur, heldur Chicken Special, skil ekki hvað þeir voru að hringla með það.
Sigrún: það er held ég af því að fólk var alltaf að rugla henni saman við Domino's Deluxe, heimska meiklæn lið...
Þórir: annars þyrftu þeir nú að fá einhvern í vinnu við að finna frumlegri nöfn á þessar pizzur sínar, ég meina, hvað varð um svona klassísk nöfn eins og Hawaiian og Bahamas?
Sigrún: pæling... þeir komu nú með Californian núna...
Þórir: já... Hvað er annars málið með Bahamas? Hvernig í ósköpunum tengja þeir mismunandi tegundir af svínakjöti við einhverjar eyjur í karabískahafinu?
Sigrún: ætli það hafi ekki bara verið þannig að þeir tóku Hawaiian, sem er náttúrulega eldgamalt nafn á pizzu, breyttu henni aðeins og breyttu þá bara nafninu líka aðeins, fundu sér bara aðra sólstrandaeyju og...

Tek það fram að samtalið var mun lengra - so my advice to you: Ef þið vinnið eða hafið einhvern tíman unnið á Domino's, þá aldrei borða pizzur með systkini ykkar sem vinnur líka, eða hefur unnið, á Domino's! ALDREI ;)