fimmtudagur, október 09, 2008

Af því allir eru að tala um efnahagsmál...

...bloggað laust fyrir miðnættið í gær, miðvikudag - sökum tæknilegra erfiðleika (lesist: krappý nettengingar sem ég er að stela frá einhverjum í næsta húsi) reyndist ómögulegt að koma færslunni á netið fyrr en nú...

Við stóðum við orð okkar og fórum og skoðuðum Smocza Jama á sunnudaginn. Drifum okkur "snemma" á fætur (m.v. að það var sunnudagur allavega!) og vorum komin af stað í túristaleiðangur um 11 leytið. Þrömmuðum upp í gegnum Wawel kastalann og niður laaaangan hringstiga inn í hellinn, svo kemur maður út við ánna Wisłu.

Drekinn ákvað að spúa eldi einmitt meðan Hjalti var að pósa ;)

Veðrið var gott og við nenntum ekki beint heim aftur að gera ekki neitt, svo að við settumst inn á bátakaffihús á ánni. Þaðan nenntum við enn ekki heim, svo við fengum okkur spássitúr meðfram ánni. Ég var agalega hrifin af útsýninu yfir og við ána, og smellti af einhverjum slatta af myndum, þær enda vonandi á netinu einhvern daginn þegar tengingin mín er hraðari en hér! Á göngunni rákum við augun í þessa byggingu...

...sem reyndist við nánari skoðun vera kirkja + klaustur, kallað Skałka. Þar eyddum við ágætum tíma í að rannsaka garðinn í kring, en þar var bæði einhvers konar brunnur tileinkaður dýrlingi kirkjunar og svo ógurlegt altari, tileinkað sjö öðrum helgum Pólverjum, m.a. var páfinn þarna og einhverjir kóngar og drottningar sem höfðu unnið sér sitthvað til heilagleika. Undir kirkjunni var síðan ógurlegt grafhýsi, þar sem nokkrir vel þekktir Pólverjar liggja grafnir. Frekar flott alltsaman :)

Bliknaði þó í samanburði við það sem blasti við þegar inn í kirkjuna kom, en hún var með þeim fallegri sem ég hef séð. Eyddi löngum tíma í að reyna að sannfæra myndavélina mína um að það væri hægt að taka myndir án flass en í fókus... það tókst svona temmilega ;)


Frá Skałka héldum við svo loks áfram og höfðum ákveðið að rölta inn í Kazimierz til að borða. Á leiðinni rákumst við samt á aðra kirkju, sem við gátum ekki sleppt að kíkja inn í líka. Hún var ekki slæm, meira svona allt gyllt og klassískt... Á báðum stöðum lentum við ofan í sama skólahópnum, sem var greinilega á einhvers konar kirkjurölti (sáum þau svo enn einu sinni fyrir utan þriðju kirkjuna), sem var ágætt, erfiðara að hafa samviskubit yfir að trufla bænagjörð fólks með því að vera að ráfa um og taka myndir þegar 20 unglingar eru hlaupandi um :p

Eftir þennan ofur kirkjurúnt tókum við strikið beint aftur á hljóðfærastaðinn, þar sem við borðuðum um daginn, í Kazimierz. Hann olli ekki vonbrigðum frekar en áður, svo við sátum í næstum 2 tíma og borðuðum og drukkum Paulaner :D

Mér finnst píanóið í gólfinu alveg ógurlega kúl...

Þessi "rólegi sunnudagur með smá túristastælum" varð s.s. alveg frekar brjálaður á endanum. Um kvöldið enduðum við svo á bar með Mörtu og meðleigjundum hennar, þó við sætum nú ekki fram á nótt í þetta sinn ;)

Í gær var aftur á móti mega partý, Marta átti afmæli og hélt veislu á Tygiel pub, þar var dansað, sungið og drukkið af afli fram á nótt! :D Ég veifaði myndavélinni óspart (eða aðrir í minn stað) og myndir eru á leiðinni inn á netið, svona eins hratt og lélega stolna nettengingin mín leyfir... Þær er (eða verður!) að finna hér (ath. ný myndasíða, hin er orðin næstum full...) Mæli endilega með að þið skoðið þær, ekki hægt að troða öllum myndum hér inn... finnst eiginlega full mikið af þeim nú þegar, en svona "svo fórum við og skoðuðum þetta og þetta og þetta" frásagnir eru ekki mjög skemmtilegar annars :/ Hvað er líka gaman af myndum ef maður sýnir þær engum! ;)