föstudagur, september 26, 2008

Flöskudagur

Nú erum við búin að læra pólsku í viku, og hver skyldi árangurinn vera? Látum okkur sjá...

Mam na imię Sigrun i mam dwadzieścia trzy lata. Jestem z Islandii ale teraz mieszkam w Kopenhadze. Jestem przewodnikiem ale szukam nowej pracy. Szukam też mieszkania na Islandii. Mam na Islandii moja rodzina i mój chłopak. Teraz jestem w Polsce, w Krakowie, bo uczę się języka polskiego. Język polski jest trudny, ale ja interesuję się językami obczymi. Dzisiaj jest piątek i mam piwo!

Ábyrgist þó að það er slatti af stafsetningar/málfræðivillum í þessu ;) Annars er allt hið besta að frétta, veðrið breyttist loks til hins betra í dag og flóa/flugubita faraldurinn sem ég lenti í er í rénun (segi kannski betur frá honum síðar), hætt að líta út eins og nashyrningur en er meira eins og ég sé með svona gasalega myndarlega nornavörtu á nefinu... Læt ekki sjá mig utandyra án plásturs enn allavega :p Stefnan er á bíó í kvöld og ferðalag til Lanckorona á morgun. Þá fæ ég kannski loksins tækifæri til að smella af einhverjum myndum án þess að finnast ég eitthvað furðuleg...

Annars óska ég ykkur bara gleðilegs flöskudags og vona að sem flestir finni sér eitthvað sniðugt að gera um helgina :D Miłego weekendu i na zdrowie!