þriðjudagur, september 23, 2008

Auf Polnisch

Jestem w Krakowie! Og hér er sko fjör...

Búin að vera í tímum í tvo daga, fer alveg að koma að því að maður geti sagt eitthvað af viti. Það er kennt frá 9.30-14 og svo er eitthvað kúltúral prógramm flesta seinniparta. Hingað til höfum við reyndar skrópað báða dagana; í gær slepptum við sightseeing um Kraków til að hafa tíma til að kaupa símakort og strætókort og fara með Mörtu á kaffihús - í dag ákváðum við svo að fórna þjóðdansakennslu til að læra heima. Það verður væntanlega möguleiki á að dansa aftur einhvern daginn í seinni helmingi mánaðarins þar sem prógrammið rúllar á 2ja vikna tímabilum. Ég skellti mér samt í welcome party í gær og endaði á að joina hóp af Þjóðverjum á bar eftir það. Þýskan mín fær kannski álíka þjálfun og pólskan hér, a.m.k. eru vel ríflega helmingur þátttakenda í skólanum þýskumælandi. Jafnvel þeir sem ekki eru frá Þýskalandi (heldur t.d. Úkraínu og Frakklandi) tala oftar en ekki þýsku til að fá að vera með í hópnum... En eftir tvær vikur verða náttúrulega allir orðnir reiprennandi á pólsku sem verður þar með lingua franca næturlífsins, er það ekki!? ;)

Maður er svo annars auðvitað best farinn að kynnast þeim sem eru í sama bekk, enda eyðir maður tæpum 5 tímum á dag í návist þess hóps. Í hópnum okkar eru 11 manns, á öllum aldri og af fimm þjóðernum. Þar er Lynn frá Philadelphia, afskaplega mikill Kani en samt afskaplega næs, líklega sú sem kann mest en finnst hún ekkert vita og neitaði að færa sig upp í erfiðari hóp þegar kennarinn bauð það. Aðrir enskumælandi eru hressi Írinn James og the real English gentleman Carl, svo afskaplega high-middle class Breti að maður verður stundum að passa sig að fara ekki að hlæja. Restin eru svo Þjóðverjar; píanóleikarinn Marianne sem er að læra pólsku til að geta auðveldar farið í framhaldsnám í slavneskumælandi landi og ruglukollurinn Erwin sem virðist ekki alveg vita hvernig hann endaði þarna; hin feimna Corinne, sem á pólskan eiginmann og verður alltaf óskaplega vandræðaleg þegar fólk á í erfiðleikum með að bera fram þýsk-pólska eftirnafnið hennar; Andreas, frekar þögull og til baka en alltaf með allt á hreinu og sneggstur að öllu; og að lokum félagarnir Alfred og Ingo sem eru aldurforsetar hópsins, yndislega indælir en afskaplega kómískir og frekar utan við sig - Hjalti kallar þá Skafta og Skapta og það er víst nokkuð nærri lagi ;)

Í kvöld er annars fyrsta kvöldið í ferðinni sem ég er blá-edrú, þetta er náttúrulega ekki hægt, en inn á milli er nú líka kannski í lagi að taka því rólega :p Á morgun stefnum við á Jazz konsert og þá heimta ég meira fjör! Í millitíðinni finnst mér að þið eigið að kommenta, eruð þið nokkuð öll búin að gleyma mér?!