mánudagur, september 08, 2008

Arftaki Bjarkar?

Heyrt í vinnunni:

Pirrandi Dani með aulahúmor: Hey, ertu frá Noregi?
Ég: Nei, frá Íslandi reyndar.
Daninn: Ah, þekkirðu þá ekki Bobby Fisher? hahahah...

Viðkomandi virtist reyndar ekki þekkja betur til Fisher málsins en svo að það kom honum mjög á óvart að heyra að hann væri dauður og grafinn, svo maður ætti kannski ekki að ergja sig of mikið... ;)

Ég ætlaði annars að vera voðalega dugleg í dag, en afrek dagsins fram að þessu hafa ekki innihaldið meira en verkjatöfluát, svefn, msn og bloggerfikt. Og jú, ég setti reyndar í þvottavél. Mér finnst að það ætti ekki að vera leyfilegt að vera svona tuskulegur þegar maður hefur nóg annað við tímann að gera! Ætlaði að fara að horfa á Hvem vil være millionær? en komst svo að því að Zattoo (sjónvarpsveitan mín á netinu) er hætt að virka nema maður borgi fyrir hana. Svindl. Ég held þá bara áfram að bíða eftir að Wall-E downloadist. Flutningar á næsta leyti, íbúðaleit í fullum gangi. Þekkir nokkurt ykkar einhvern hér í Kaupmannahöfn sem vantar sárlega stóran (!) ikea-fataskáp? Gefins og allt... Og hvar á maður að leita sér að vinnu á Íslandi???